Enski boltinn

Eiður sneri aftur | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eiður lék í hálftíma gegn Ipswich.
Eiður lék í hálftíma gegn Ipswich. Facebook-síða Bolton
Eiður Smári Guðjohnsen lék sinn fyrsta leik fyrir Bolton Wanderers í 14 ár þegar hann kom inn á sem varamaður í markalausu jafntefli gegn Ipswich á Macron Stadium.

Eiður kom inn á fyrir Darren Pratley eftir klukkutíma og var vel fagnað af stuðningsmönnum Bolton eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan. Honum tókst þó ekki að setja mark sitt á leikinn.

Bolton er í 18. sæti ensku B-deildarinnar, en vonast er til að koma Eiðs muni hjálpa liðinu að klífa upp töfluna.

Jóhann Berg Guðmundsson lék allan leikinn þegar Charlton og Blackpool gerðu 2-2 jafntefli.

Cardiff tapaði 5-3 fyrir Bournemouth á útivelli. Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Cardiff en var tekinn af velli eftir 84. mínútna leik.

Þá lék Kári Árnason allan leikinn þegar Rotherham og Nottingham Forest gerðu markalaust jafntefli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×