Bolton News: Eiður Smári verður bjargvættur liðsins Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. desember 2014 08:45 Eiður Smári Guðjohnsen sneri aftur í lið Bolton á laugardaginn eftir fjórtán ára fjarveru þegar það gerði markalaust jafntefli við Ipswich á Macron-vellinum. Eiður Smári kom inn á þegar hálftími var eftir og þótti standa sig vel. Hann dansaði með boltann inn á miðjunni og reyndi að búa eitthvað til fyrir samherja sína. Það var kraftur í Eiði sem fékk gult spjald fyrir kjaftbrúk og þá var hann nálægt því að koma Suður-Kóreumanninum Lee Chung-Young í dauðafæri eftir rúmar 70 mínútur. „Hinn 36 ára gamli Eiður Guðjohnsen, sem menn tóku séns á fyrir nokkrum vikum, lítur nú eins og bjargvættur liðsins,“ skrifar Gordon Sharrock, blaðamaður Bolton News, í umfjöllun sinni um leikinn. „Spilamennska Eiðs var það besta sem sást í annars daufum leik. Bara það að sjá hann hita upp í appelsínugulu vesti fékk stuðningsmennina til að standa upp og klappa. Þegar Lennon setti Eið svo inn á var hverri snertingu hans fagnað í stúkunni.“ Sharrock viðurkennir að aldurinn sé farinn að segja til sín hjá Eiði Smára, og hann mun ekki hlaupa út um allan völl eins og hann gerði forðum daga undir stjórn Colins Todds og Sams Alalryce. „En að horfa á þennan fyrrverandi leikmann Barcelona dansa í kringum tæklingar á miðjunni eins og ekkert væri bjargaði deginum fyrir mig og marga aðra,“ skrifar hann um Eið Smára Guðjohnsen. Marc Iles, aðal fótboltapenni Bolton News, er sammála Sharrock og gefur Eiði Smára 7,60 í einkunn fyrir sína frammistöðu. „Fékk fólk til að risa úr sætum,“ segir hann í umsögn um Eið. Markvörðurinn Andy Lonergan fær hæstu einkunn eða átta, en hann átti algjörlega frábæran leik.Here he comes. Eidur Gudjohnsen is back! He's on for Darren Pratley. Phenomenal reception for the Iceman! (60) 0-0 #BOLvIPS— Bolton Wanderers FC (@OfficialBWFC) December 13, 2014 Enski boltinn Tengdar fréttir Eiður sneri aftur | Myndband Eiður Smári Guðjohnsen lék sinn fyrsta leik fyrir Bolton Wanderers í 14 ár þegar hann kom inn á sem varamaður í markalausu jafntefli gegn Ipswich á Macron Stadium. 13. desember 2014 13:03 Lennon var ánægður með Eið Neil Lennon, knattspyrnustjóri Bolton Wanderers, var ánægður með innkomu Eiðs Smára Guðjohnsen í markalausu jafntefli gegn Ipswich Town í dag. 13. desember 2014 18:47 Eiður Smári: Ætla að sýna hvað ég get Eiður Smári Guðjohnsen sat fyrir svörum á blaðamannafundi hjá Bolton í dag. 9. desember 2014 15:50 Eiður byrjar á bekknum | Myndband Eiður Smári Guðjohnsen byrjar á varamannabekknum þegar Bolton Wanderers tekur á móti Ipswich Town í ensku B-deildinni klukkan 15:00 á eftir. 13. desember 2014 14:10 Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Handbolti Fleiri fréttir Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen sneri aftur í lið Bolton á laugardaginn eftir fjórtán ára fjarveru þegar það gerði markalaust jafntefli við Ipswich á Macron-vellinum. Eiður Smári kom inn á þegar hálftími var eftir og þótti standa sig vel. Hann dansaði með boltann inn á miðjunni og reyndi að búa eitthvað til fyrir samherja sína. Það var kraftur í Eiði sem fékk gult spjald fyrir kjaftbrúk og þá var hann nálægt því að koma Suður-Kóreumanninum Lee Chung-Young í dauðafæri eftir rúmar 70 mínútur. „Hinn 36 ára gamli Eiður Guðjohnsen, sem menn tóku séns á fyrir nokkrum vikum, lítur nú eins og bjargvættur liðsins,“ skrifar Gordon Sharrock, blaðamaður Bolton News, í umfjöllun sinni um leikinn. „Spilamennska Eiðs var það besta sem sást í annars daufum leik. Bara það að sjá hann hita upp í appelsínugulu vesti fékk stuðningsmennina til að standa upp og klappa. Þegar Lennon setti Eið svo inn á var hverri snertingu hans fagnað í stúkunni.“ Sharrock viðurkennir að aldurinn sé farinn að segja til sín hjá Eiði Smára, og hann mun ekki hlaupa út um allan völl eins og hann gerði forðum daga undir stjórn Colins Todds og Sams Alalryce. „En að horfa á þennan fyrrverandi leikmann Barcelona dansa í kringum tæklingar á miðjunni eins og ekkert væri bjargaði deginum fyrir mig og marga aðra,“ skrifar hann um Eið Smára Guðjohnsen. Marc Iles, aðal fótboltapenni Bolton News, er sammála Sharrock og gefur Eiði Smára 7,60 í einkunn fyrir sína frammistöðu. „Fékk fólk til að risa úr sætum,“ segir hann í umsögn um Eið. Markvörðurinn Andy Lonergan fær hæstu einkunn eða átta, en hann átti algjörlega frábæran leik.Here he comes. Eidur Gudjohnsen is back! He's on for Darren Pratley. Phenomenal reception for the Iceman! (60) 0-0 #BOLvIPS— Bolton Wanderers FC (@OfficialBWFC) December 13, 2014
Enski boltinn Tengdar fréttir Eiður sneri aftur | Myndband Eiður Smári Guðjohnsen lék sinn fyrsta leik fyrir Bolton Wanderers í 14 ár þegar hann kom inn á sem varamaður í markalausu jafntefli gegn Ipswich á Macron Stadium. 13. desember 2014 13:03 Lennon var ánægður með Eið Neil Lennon, knattspyrnustjóri Bolton Wanderers, var ánægður með innkomu Eiðs Smára Guðjohnsen í markalausu jafntefli gegn Ipswich Town í dag. 13. desember 2014 18:47 Eiður Smári: Ætla að sýna hvað ég get Eiður Smári Guðjohnsen sat fyrir svörum á blaðamannafundi hjá Bolton í dag. 9. desember 2014 15:50 Eiður byrjar á bekknum | Myndband Eiður Smári Guðjohnsen byrjar á varamannabekknum þegar Bolton Wanderers tekur á móti Ipswich Town í ensku B-deildinni klukkan 15:00 á eftir. 13. desember 2014 14:10 Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Handbolti Fleiri fréttir Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Sjá meira
Eiður sneri aftur | Myndband Eiður Smári Guðjohnsen lék sinn fyrsta leik fyrir Bolton Wanderers í 14 ár þegar hann kom inn á sem varamaður í markalausu jafntefli gegn Ipswich á Macron Stadium. 13. desember 2014 13:03
Lennon var ánægður með Eið Neil Lennon, knattspyrnustjóri Bolton Wanderers, var ánægður með innkomu Eiðs Smára Guðjohnsen í markalausu jafntefli gegn Ipswich Town í dag. 13. desember 2014 18:47
Eiður Smári: Ætla að sýna hvað ég get Eiður Smári Guðjohnsen sat fyrir svörum á blaðamannafundi hjá Bolton í dag. 9. desember 2014 15:50
Eiður byrjar á bekknum | Myndband Eiður Smári Guðjohnsen byrjar á varamannabekknum þegar Bolton Wanderers tekur á móti Ipswich Town í ensku B-deildinni klukkan 15:00 á eftir. 13. desember 2014 14:10