Enski boltinn

Carragher: Coutinho latur og Rodgers undir pressu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jamie Carragher, fyrrverandi miðvörður Liverpool, hefur verið duglegur að gagnrýna sína gömlu liðsfélaga á Sky Sports í vetur þar sem hann starfar sem knattspyrnusérfræðingur.

Sjá einnig:Lok, lok og læs hjá De Gea | Sjáðu mörkin

Honum var eðlilega ekki skemmt í gær þegar Liverpool steinlá á Old Trafford, 3-0, og segir Brendan Rodgers, knattspyrnustjóra liðsins, nú vera undir mikilli pressu.

„Eigendurnir svifust einskis með Kenny Dalglish og Roy Hodgson [sem voru báðir reknir]. Liverpool gæti dottið úr úr deildabikarnum gegn Bournemouth og svo mætir það Arsenal. Rodgers var stjóri ársins í fyrra en hann þarf að ná úrslitum,“ sagði Carragher eftir leikinn.

„Maður bjóst við að sjá Liverpool ganga vel eftir að eyða öllum þessum peningum. Liðið vill vera á meðal fjögurra efstu en er dottið úr Meistaradeildinni.“

Coutinho fékk ekki háa einkunn.vísir/getty
„Það verður erfitt að ná United núna því það er ekki í Evrópukeppni. Arsenal sækist líka eftir fjórða sætinu. Ef Liverpool nær ekki fjórða sætinu verður Rodgers undir mikilli pressu,“ sagði Carragher.

Sjá einnig:Rodgers: Mignolet verður áfram á bekknum

Carragher hafði líka fátt gott að segja um brasilíska miðjumanninn Philippe Coutinho eftir frammistöðu hans í gær. Miðvörður gamli var afar óánægður með varnarvinnu Brassans í fyrsta markinu sem Wayne Rooney skoraði.

Coutinho elti ekki Rooney alla leið að teignum og skoraði fyrirliðinn fyrsta mark heimamanna eftir fyrirgjöf frá Antonio Valencia.

„Það sem Coutinho gerir á vítateigslínunni er ófyrirgefanlegt. Hann er bara latur, en frá sjónarhóli United-manna er þetta frábært mark. Gerrard er skilinn eftir einn á vítateigslínunni. Þetta er ófyrirgefanlegt; hann er bara latur og aumur,“ sagði Carragher um Coutinho.

Fyrsta mark United í gær:

Tengdar fréttir

Mögnuð frammistaða De Gea | Myndband

Spænski markvörðurinn David De Gea átti stórkostlegan leik þegar Manchester United vann 3-0 sigur á Liverpool á Old Trafford í dag.

Spánverjinn lokaði búrinu

David de Gea átti frábæran leik í marki Manchester United þegar liðið vann Liverpool 3-0 í ensku úrvalsdeildinni í gær. Spánverjinn hefur þaggað niður í gagnrýnisröddum með frammistöðu sinni á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×