Enski boltinn

Mignolet á bekknum og táningur í sóknarlínu United

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Simon Mignolet hefur misst sæti sitt í byrjunarliði Liverpool en hann verður á bekknum þegar að liðið mætir Manchester United á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Mignolet hefur verið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína á tímabilinu og Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, ákvað frekar að tefla fram Brad Jones í marki Liverpool í dag. Þá er Mario Balotelli einnig á bekknum hjá Rodgers í dag.

Það voru einnig stórtíðindi úr hópi Manchester United. Táningurinn James Wilson er í byrjunarliði United og spilar í fremstu víglínu með þeim Robin van Persie og Wayne Rooney.

Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Boltavakt Vísis.

Byrjunarlið Manchester United: De Gea, Valencia, Jones, Evans, Young, Carrick, Fellaini, Mata, Rooney, van Persie, Wilson.

Byrjunarlið Liverpool: Jones, Skrtel, Lovren, Johnson, Moreno, Henderson, Allen, Gerrard, Coutinho, Lallana, Sterling.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×