Spánverjinn lokaði búrinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. desember 2014 06:30 David de Gea mátti vera ánægður með frammistöðu sína gegn Liverpool á Old Trafford í gær. fréttablaðið/getty Þrjú-núll gefur ekki alveg rétta mynd af gangi leiks Manchester United og Liverpool á Old Trafford í gær. Gestirnir byrjuðu leikinn af krafti og sköpuðu sér í heildina fleiri færi en heimamenn. En David de Gea, markvörður United, reyndist Liverpool-mönnum óþægur ljár í þúfu í gær. Þessi 24 ára gamli Spánverji varði alls átta skot í leiknum, mörg hver úr upplögðum færum og átti að öðrum ólöstuðum stærstan þátt í sigri United, sem var sá sjötti í röð í deildinni. Raheem Sterling komst til að mynda þrisvar einn gegn de Gea í leiknum, en alltaf varði Spánverjinn. Hann varði einnig í þrígang frá Mario Balotelli í seinni hálfleik.Lofaður í hástert af Rodgers Leikmenn United voru öllu beittari fyrir framan markið en erkifjendur þeirra. Wayne Rooney, Juan Mata og Robin van Persie skoruðu mörk United, en sá síðastnefndi hrósaði de Gea í hástert eftir leikinn: „David var magnaður. Hann var stórkostlegur – það er ekki oft sem lið vinnur 3-0 og markvörður þess er maður leiksins,“ sagði hollenski framherjinn. Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, jós De Gea einnig lofi: „Við sköpuðum svo mörg færi, en David de Gea var maður leiksins. Hann hefur átt 4-5 svona leiki á tímabilinu. David er frábær markvörður, hann er góður að verja skot, auk þess sem hann kemur boltanum vel frá sér.“ Eins og Rodgers sagði var þetta ekki fyrsti stórleikur de Gea á tímabilinu. Spánverjinn, sem kom frá Atletico Madrid sumarið 2011, hefur stundum verið gagnrýndur fyrir að „vinna“ ekki nógu marga leiki fyrir sitt lið, en hann hefur svarað þeim gagnrýnisröddum með glæsibrag í vetur. De Gea hefur haldið United á floti á löngum köflum og hefur tryggt sínu liði ófá stigin. Skemmst er að minnast frammistöðu hans gegn Everton, Arsenal, Stoke og nú síðast Liverpool, en í öllum þessum leikjum varði Spánverjinn frábærlega á mikilvægum augnablikum.Aldrei með sömu varnarlínuna Frammistaða de Gea á tímabilinu er aðdáunarverð, sérstaklega í ljósi þess að hann stendur fyrir aftan nýja varnarlínu í hverjum leik. Meiðsladraugurinn hefur ásótt United í vetur, og þá sérstaklega varnarmenn liðsins. Til marks um óstöðugleikann hefur Louis van Gaal, knattspyrnustjóri United, notað 20 mismunandi samsetningar af miðvörðum í vetur. Það er af sem áður var þegar Rio Ferdinand og Nemanja Vidic stóðu jafnan vaktina í miðri vörn United fyrir framan Edwin van der Saar. De Gea á talsvert í land með að komast á sama stall og United-goðsagnir á borð við Peter Schmeichel og van der Saar, en hann er alltaf að verða betri og það eru fáir markverðir sem standa honum framar í dag. De Gea er auk þess aðeins 24 ára og ætti því að eiga mörg góð ár framundan. Enski boltinn Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Fleiri fréttir Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sjá meira
Þrjú-núll gefur ekki alveg rétta mynd af gangi leiks Manchester United og Liverpool á Old Trafford í gær. Gestirnir byrjuðu leikinn af krafti og sköpuðu sér í heildina fleiri færi en heimamenn. En David de Gea, markvörður United, reyndist Liverpool-mönnum óþægur ljár í þúfu í gær. Þessi 24 ára gamli Spánverji varði alls átta skot í leiknum, mörg hver úr upplögðum færum og átti að öðrum ólöstuðum stærstan þátt í sigri United, sem var sá sjötti í röð í deildinni. Raheem Sterling komst til að mynda þrisvar einn gegn de Gea í leiknum, en alltaf varði Spánverjinn. Hann varði einnig í þrígang frá Mario Balotelli í seinni hálfleik.Lofaður í hástert af Rodgers Leikmenn United voru öllu beittari fyrir framan markið en erkifjendur þeirra. Wayne Rooney, Juan Mata og Robin van Persie skoruðu mörk United, en sá síðastnefndi hrósaði de Gea í hástert eftir leikinn: „David var magnaður. Hann var stórkostlegur – það er ekki oft sem lið vinnur 3-0 og markvörður þess er maður leiksins,“ sagði hollenski framherjinn. Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, jós De Gea einnig lofi: „Við sköpuðum svo mörg færi, en David de Gea var maður leiksins. Hann hefur átt 4-5 svona leiki á tímabilinu. David er frábær markvörður, hann er góður að verja skot, auk þess sem hann kemur boltanum vel frá sér.“ Eins og Rodgers sagði var þetta ekki fyrsti stórleikur de Gea á tímabilinu. Spánverjinn, sem kom frá Atletico Madrid sumarið 2011, hefur stundum verið gagnrýndur fyrir að „vinna“ ekki nógu marga leiki fyrir sitt lið, en hann hefur svarað þeim gagnrýnisröddum með glæsibrag í vetur. De Gea hefur haldið United á floti á löngum köflum og hefur tryggt sínu liði ófá stigin. Skemmst er að minnast frammistöðu hans gegn Everton, Arsenal, Stoke og nú síðast Liverpool, en í öllum þessum leikjum varði Spánverjinn frábærlega á mikilvægum augnablikum.Aldrei með sömu varnarlínuna Frammistaða de Gea á tímabilinu er aðdáunarverð, sérstaklega í ljósi þess að hann stendur fyrir aftan nýja varnarlínu í hverjum leik. Meiðsladraugurinn hefur ásótt United í vetur, og þá sérstaklega varnarmenn liðsins. Til marks um óstöðugleikann hefur Louis van Gaal, knattspyrnustjóri United, notað 20 mismunandi samsetningar af miðvörðum í vetur. Það er af sem áður var þegar Rio Ferdinand og Nemanja Vidic stóðu jafnan vaktina í miðri vörn United fyrir framan Edwin van der Saar. De Gea á talsvert í land með að komast á sama stall og United-goðsagnir á borð við Peter Schmeichel og van der Saar, en hann er alltaf að verða betri og það eru fáir markverðir sem standa honum framar í dag. De Gea er auk þess aðeins 24 ára og ætti því að eiga mörg góð ár framundan.
Enski boltinn Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Fleiri fréttir Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn