Enski boltinn

Van Persie: De Gea var stórkostlegur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Van Persie hefur verið heitur að undanförnu.
Van Persie hefur verið heitur að undanförnu. vísir/getty
Robin van Persie var að vonum ánægður með sigur Manchester United á Liverpool í dag. Hollendingurinn skoraði þriðja mark United, en hann er kominn með sjö mörk í deildinni eftir rólega byrjun á tímabilinu.

„Stuðningsmennirnir voru frábærir. Þeir voru okkar tólfti maður,“ sagði van Persie og bætti við:

„David (De Gea) var magnaður. Hann var stórkostlegur - það er ekki oft sem lið vinnur 3-0 og markvörður þess er maður leiksins.“

Hollenski framherjinn bar einnig lof á Michael Carrick sem spilaði í miðri vörn United í dag.

„Carrick skipti sköpum í dag, hann er svo öruggur á boltanum. Allir varnarmennirnir voru yfirvegaðir í dag.“

United er nú búið að vinna sex leiki í röð og situr í 3. sæti með 31 stig, átta stigum á eftir toppliði Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×