Enski boltinn

Leitar Liverpool aftur til Red Bull samsteypunnar í leit að framherja?

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Werner fagnar einu marka sinna í þýsku úrvalsdeildinni í vetur.
Werner fagnar einu marka sinna í þýsku úrvalsdeildinni í vetur. Vísir/Getty

Það virðist nær óumflýjanlegt að Timo Werner, framherji RB Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni, gangi til liðs við Liverpool þegar félagaskiptaglugginn opnar í sumar. Yrði hann annar leikmaðurinn sem Liverpool fær frá liði undir formerkjum Red Bull samsteypunnar á skömmum tíma.

Í janúar fékk liðið Takumi Minamino frá Red Bull Salzburg. Þó RB Leipzig heiti raunar RasenBallsport Leipzig þá er ekkert leyndarmál sé í eigu orkudrykkja risans Red Bull. Völlur liðsins heitir til að mynda Red Bull Arena. Það er í raun aðeins vegna lagaákvæða að félagið heitir ekki Red Bull Leipzig. Sama ástæða er fyrir því að orkudrykkjarisinn á ekki 100% hlutabréfa í félaginu, þeir eiga 99% hlutabréfa.

En snúum okkur að Werner. Independent greindi frá því fyrr í dag að hann væri efstur á óskalista Liverpool.

Sem stendur er Liverpool með þrjá framherja sem eru nær ósnertanlegir. Hinn 23 ára gamli Werner væri því að koma inn sem varaskeifa fyrir Firmino, sem kom einnig úr þýsku úrvalsdeildinni á sínum tíma. Það er ljóst að Werner myndi smellpassa í leikkerfi Liverpool en það er spurning hvort hann hafi áhuga á að koma inn í lið þar sem leið hans í byrjunarliðið er þyrnum stráð.

Frammistaða Werner það sem af er tímabili ætti hins vegar að gefa honum nægilegt sjálfstraust til þess að taka stöðuna af Firmino, allavega að ógna sæti hans í byrjunarliðinu. Werner hefur skorað 20 mörk í 22 deildarleikjum Leipzig á leiktíðinni ásamt því að leggja upp önnur sex.

Þá munu bæði Sadio Mané og Mohamed Salah að öllum líkindum taka þátt í Afríkukeppninni sem fram fer í upphafi árs 2021.

Liverpool er þó ekki að leita að skammtíma lausn heldur leikmanni sem myndi bæta liðið. Þá er ljóst að Liverpool skoðar leikmenn aí þaula en liðið hafði verið á eftir Minamino í fleiri ár áður en hann var loksins keyptur.

Talið er að Werner muni að lágmarki kosta í kringum 50 milljónir evra en ljóst er að hann er með klásúlu í samningi sínum sem gerir honum kleift að ganga til liðs við félag utan Þýskalands sé hún uppfyllt. Það virðist þó ekki vitað hversu há téð klásúla er.

Werner er ekki eini leikmaðurinn í þýsku úrvalsdeildinni sem Liverpool er að fylgjast með en enska ungstirnið Jadon Sancho er einnig undir smásjá félagsins. Sá hefur einnig átt stórkostlegt tímabil en hann spilar á öðrum hvorum kantinum hjá Borussia Dortmund.

Hinn 19 ára gamli Sancho hefur skorað 13 mörk og lagt upp önnur 13 í 20 leikjum í þýsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni.


Tengdar fréttir

Saúl: Vitum hvernig við getum meitt Liverpool

Saúl Ñíguez, miðjumaður Atletico Madrid, segir að liðið viti hvernig það geti meitt Liverpool en liðin mætast í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Todd Cantwell eftirsóttur | Liverpool líklegast

Talið er að ríkjandi Evrópu- og verðandi Englandsmeistarar Liverpool séu líklegasti áfangastaður hins unga Todd Cantwell þegar félagaskiptagluggi ensku úrvalsdeildarinnar opnar aftur í sumar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.