Enski boltinn

Liver­pool fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í riðla­keppni Meistara­deildarinnar á næstu leik­tíð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Liverpool fagna sigrinum gegn Norwich um helgina.
Leikmenn Liverpool fagna sigrinum gegn Norwich um helgina. vísir/getty

Evrópumeistarar Liverpool hafa nú þegar tryggt sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu tímabilið 2020/2021.

Þetta varð ljóst eftir að Manchester United vann 2-0 sigur á Chelsea á Brúnni í kvöld en úrslitin gera það að verkum að Liverpool mun enda í einum af fjórum efstu sætunum.

Liðið er með 25 stiga forskot á toppi ensku deildarinnar eftir 26 umferðir og eru komnir með níu fingur á enska meistaratitilinn.Þeir eru fyrsta liðið til þess að tryggja sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á næstu leiktíð enda er einungis 17. febrúar.

Liðið leikur við Atletico Madrid í 16-liða úrslitunum annað kvöld er liðin mætast í fyrri leik liðanna. Liverpool á titil að verja eftir sigurinn á síðustu leiktíð.

Leikurinn annað kvöld verður að sjálfsögðu sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.