Enski boltinn

Liver­pool fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í riðla­keppni Meistara­deildarinnar á næstu leik­tíð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Liverpool fagna sigrinum gegn Norwich um helgina.
Leikmenn Liverpool fagna sigrinum gegn Norwich um helgina. vísir/getty

Evrópumeistarar Liverpool hafa nú þegar tryggt sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu tímabilið 2020/2021.Þetta varð ljóst eftir að Manchester United vann 2-0 sigur á Chelsea á Brúnni í kvöld en úrslitin gera það að verkum að Liverpool mun enda í einum af fjórum efstu sætunum.Liðið er með 25 stiga forskot á toppi ensku deildarinnar eftir 26 umferðir og eru komnir með níu fingur á enska meistaratitilinn.Þeir eru fyrsta liðið til þess að tryggja sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á næstu leiktíð enda er einungis 17. febrúar.Liðið leikur við Atletico Madrid í 16-liða úrslitunum annað kvöld er liðin mætast í fyrri leik liðanna. Liverpool á titil að verja eftir sigurinn á síðustu leiktíð.Leikurinn annað kvöld verður að sjálfsögðu sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.