Enski boltinn

Er ekki í vafa um að Trent Alexander-Arnold geti unnið Gullhnöttinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Trent Alexander-Arnold er kominn með tíu stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.
Trent Alexander-Arnold er kominn með tíu stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Getty/Marc Atkins

Brasilíska knattspyrnugoðsögnin er mikill aðdáandi Trent Alexander-Arnold hjá Liverpool og er tilbúinn að ganga svo langt að spá því að enski landsliðsbakvörðurinn verði einhvern tímann kosinn besti knattspyrnumaður heims.Trent Alexander-Arnold hefur verið frábær í sigurgöngu Liverpool liðsins og stoðsendingin hans í undanúrslitaleiknum á móti Barcelona gleymist seint. Alexander-Arnold raðar inn stoðsendingunum úr bakvarðarstöðunni og hefur allt til alls til að komast í hóp þeirra allra bestu að mati Cafu.Cafu segist sjá svolítið að sjálfum sér í Alexander-Arnold. „Ég held að Alexander-Arnold sé einn af bestu leikmönnum heims. Það er enginn vafi hjá mér um það. Hann hefur svo mikla hæfileika. Ég sé mikið af sjálfum mér í honum. Ég er tilbúinn að segja að hann hafi svolítið af brasilískri eðlishvöt út frá því hvernig hann spilar,“ sagði Cafu við Daily Mirror.

Cafu er sjálfur í hópi bestu bakvarða sem hafa spilað þennan leik. Hann varð tvisvar heimsmeistari með Brasilíumönnum, lék alls þrjá úrslitaleiki á HM og lyfti heimsbikarnum sem fyrir liði Brasilíumanna á HM 2002. Cafu vann líka ítölsku deildina með bæði Roma og AC Milan og Meistaradeild Evrópu með AC Milan.„Mitt ráð til hans er einfalt: Haltu áfram að gera það sem þú hefur verið að gera undanfarin ár,“ sagði Cafui og bætti við: „Alexander-Arnold ætti ekki að breyta sínum leikstíl. Þótt að hann geri mistök þá á hann að halda áfram á sömu braut,“ sagði Cafu.„Ég held að hann hafi það sem þarf til að vinna Gullhnöttinn. Við þurfum líka að breyta þessu hugarfari að aðeins sóknarmenn eða framherjar geti unnið Gullhnöttinn,“ sagði Cafu.Liverpool stuðningsmenn verða þó að taka þessu með vissum fyrirvara. Það er ekki lengra síðan en árin 2014 og 2015 sem Cafu lýsti yfir aðdáun sinni á Liverpool leikmanninum Jon Flanagan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.