Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttir í tímaröð

    Fréttamynd

    Skytturnar í undanúr­slit Meistara­deildar Evrópu

    Evrópumeistarar Real Madríd eru úr leik eftir 1-2 tap gegn Skyttunum hans Mikel Arteta á heimavelli í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Arsenal vinnur einvígið 5-1 eftir frábæran 3-0 sigur á heimavelli.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ætlar ekki að verja for­ystuna

    Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, segir ljóst að leikmenn liðs hans mæti ekki til leiks gegn Real Madrid í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld með það fyrir augum að verja forystu sína. Arsenal vann fyrri leikinn 3-0.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ó­vænt vand­ræði á Villa Park en PSG í undanúr­slit

    París Saint-Germain lenti í allskonar vandræðum gegn Aston Villa á Villa Park í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu karla í knattspyrnu. Lokatölur í kvöld 3-2 heimamönnum í vil en þökk sé 3-1 sigri á heimavelli vinnur PSG einvígið 5-4 samanlagt.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona

    Borussia Dortmund lagði Barcelona 3-1 í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þar sem Barcelona vann fyrri leikinn 4-0 eru lærisveinar Hansi Flick komnir áfram á meðan Dortmund er úr leik.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal

    Jude Bellingham segist alltaf vera að heyra og sjá sama orðið, „remontada“, fyrir seinni leik Real Madrid við Arsenal í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Carlo Ancelotti vill að leikmenn sínir sýni „hug, hjarta og hreðjar“ annað kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Af hverju má Asensio spila í kvöld?

    Spánverjinn Marco Asensio hefur endurfæðst á nýjum stað með Aston Villa í Birmingham-borg. Hann er á láni frá franska stórliðinu PSG en þau lið mætast í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

    Fótbolti