Enski boltinn

Todd Cantwell eftirsóttur | Liverpool líklegast

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Todd Cantwell í leik gegn Liverpool á dögunum.
Todd Cantwell í leik gegn Liverpool á dögunum. Vísir/Getty

Talið er að ríkjandi Evrópu- og verðandi Englandsmeistarar Liverpool séu líklegasti áfangastaður hins unga Todd Cantwell þegar félagaskiptagluggi ensku úrvalsdeildarinnar opnar aftur í sumar.David Ornstein á The Athletic greinir frá þessu.Hinn 21 árs Cantwell hefur heillað mörg af stærstu liðum Englands með frammistöðu sinni í vetur en Norwich City eru samt sem áður í neðsta sæti deildarinnar og blasir fall niður í B-deild við. Cantwell, sem hefur leikið með U21 árs landsliði Englands, hefur skorað sex mörk og lagt upp önnur tvö fyrir Kanarífuglana á leiktíðinni.Í janúar var talið að ásamt Liverpool hefðu bæði Manchester liðin sem og Tottenham Hotspur áhuga á leikmanninum. Eftir að glugginn lokaði þann 1. febrúar er talið að Liverpool sé nú líklegasti áfangastaður þessa hárprúða leikmanns. Þá ku Cantwell hafa heillað Jurgen Klopp og aðra meðlimi þjálfarateymis Liverpool í leik liðanna nú á dögunum þar sem Liverpool vann nauman 1-0 útisigur. Sama hvort Norwich falli eða ekki þá er talið að þeir vilji allt að 30 milljónir punda fyrir leikmanninn.Væri það í annað sinn sem Liverpool myndi sækja leikmann úr liði sem féll en  Xerdan Shaqiri kom frá Stoke City sumarið eftir að félagið féll úr efstu deild. Talið er að Shaqiri muni róa á önnur mið í sumar en hann hefur ekki verið í myndinni hjá Klopp í vetur.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.