Enski boltinn

Silva dæmdur í bann fyrir rasisma

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Silva missir af næsta leik Manchester City.
Silva missir af næsta leik Manchester City. vísir/getty
Bernardo Silva, leikmaður Manchester City, hefur verið dæmdur í eins leiks bann fyrir að senda rasísk skilaboð til samherja síns, Benjamins Mendy, á Twitter.

Silva líkti Mendy við súkkulaði-fígúruna Conguitos.Enska knattspyrnusambandið var með færsluna til rannsóknar og hefur nú dæmt Silva í eins leiks bann.

Hann missir af næsta leik City sem er gegn Chelsea laugardaginn 23. nóvember. Silva fékk einnig 50.000 punda sekt.

Portúgalinn hélt því fram að um saklaust grín væri að ræða og Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City, hefur stutt þétt við bakið á Silva.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.