Enski boltinn

Guardiola kemur Bernardo Silva til varnar: Einn sá yndislegasti sem ég hef kynnst

Anton Ingi Leifsson skrifar
Silva og Guardiola á góðri stundu.
Silva og Guardiola á góðri stundu. vísir/getty

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hefur komið Bernardo Silva til varnar eftir færslu sem hann setti á Twitter á dögunum. Það hefur vakið mikla reiði.

Í færslunni á Twitter bar Silva liðsfélaga sinn, Benjamin Mendy, saman við lukkudýr frá súkkulaðifyrirtæki og vildu margir meina að færsla Silva hafi jaðrað við rasisma.

Enska knattspyrnusambandið hefur tekið málið upp og gæti það endað svo að Silva gæti fengið sekt eða mögulega bann. Guardiola er ekki hrifinn.

„Hreinskilnislega, þá veit ég ekki hvað gerist. Þeir ættu að einbeita sér að öðrum hlutum því þeir vita ekki hvaða mann þeir eru að tala um,“ sagði Guardiola.

„Bernardo er einn sá yndislegasti sem ég hef kynnst í lífinu. Hann talar fjögur eða fimm tungumál og það skýrir best hversu opin hann er. Einn af hans bestu vinum er Mendy. Hann er honum eins og bróðir.“

„Myndin snýst ekki um húðlitinn. Hann tók mynd af Benjamin þegar hann var ungur og honum líkt við lukkudýrið, því þeir voru nokkuð líkir. Ef þeir vilja rannsaka þetta og spyrja Bernardo þá er ég viss um að hann er tilbúinn að tala um þetta,“ sagði sá spænski.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.