Enski boltinn

Guardiola segir að Silva sé ekki rasisti: „Þetta er teiknimynd og andlitin eru svipuð“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Silva og Guardiola á góðri stundu.
Silva og Guardiola á góðri stundu. vísir/getty
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að aðeins hafi verið um saklaust grín að ræða þegar Bernardo Silva líkti Benjamin Mendy við súkkulaði-fígúruna Conguitos á Twitter.



Enska knattspyrnusambandið er með færsluna til rannsóknar. Silva hefur skrifað enska knattspyrnusambandinu þar sem hann baðst afsökunar á færslunni.

„Þetta var einfalt grín en ég skil ef einhver hefur móðgast. Bernardo lærir kannski sína lexíu og þetta gerist ekki aftur,“ sagði Guardiola.

Spánverjinn segir af og frá að Silva sé rasisti.

„Þeir sem dæma Bernardo þekkja hann ekki. Hann er alls ekki sekur. Þetta var bara grín,“ sagði Guardiola.

„Þetta er teiknimynd og andlitin eru svipuð. Hið sama gerðist þúsund milljón sinnum með hvítt fólk. Þetta var bara grín. En ef fólkið hjá enska knattspyrnusambandinu er ekki á sama máli erum við hjá City tilbúin að hlusta.“

Mendy segir að færsla Silvas hafi ekki misboðið sér. Þeir eru nánir vinir og léku saman með Monaco áður en þeir fóru til City fyrir tveimur árum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×