Enski boltinn

Enska knattspyrnusambandið kærir Silva sem gæti fengið sex leikja bann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Silva í leik Manchester City og Dinamo Zagreb í Meistaradeild Evrópu í gær. City vann leikinn, 2-0.
Silva í leik Manchester City og Dinamo Zagreb í Meistaradeild Evrópu í gær. City vann leikinn, 2-0. vísir/getty
Enska knattspyrnusambandið hefur kært Bernardo Silva, leikmann Manchester City, fyrir færslu sína á Twitter um samherja sinn, Benjamin Mendy. Silva gæti átt yfir höfði sér sex leikja bann.Í færslunni umdeildu birti Silva mynd af Mendy frá því hann var barn og mynd af súkkulaði-fígúrunni Conguitos.Silva hefur verið sakaður um kynþáttaníð í garð Mendys.Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City, hefur staðið þétt við bakið á Silva og segir af og frá að hann hafi meint neitt illt með færslunni.Silva hefur frest fram til 9. október til að svara kæru enska knattspyrnusambandsins.

Færslan umdeilda.

Tengdar fréttir

Sterling sá um Dinamo Zagreb

Innkoma Raheem Sterling sá um Dinamo Zagreb þegar Englandsmeistararnir í Manchester City mættu króatíska liðinu í Meistaradeild Evrópu í kvöld.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.