Íslenski boltinn

Uppsögn Ágústs kom Mána gríðarlega á óvart: Telur að hvorki Heimir né Óskar Hrafn taki við Blikum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ágúst stýrir Breiðablik í síðasta sinn þegar liðið mætir Íslandsmeisturum KR á laugardaginn.
Ágúst stýrir Breiðablik í síðasta sinn þegar liðið mætir Íslandsmeisturum KR á laugardaginn. vísir/bára
Þorkell Máni Pétursson, álitsgjafi Pepsi Max-markanna á Stöð 2 Sport, er hissa á þeirri ákvörðun Breiðabliks að segja upp samningi Ágústs Gylfasonar.

Heimir Guðjónsson, þjálfari HB Þórshafnar í Færeyjum, og Óskar Hrafn Þorvaldsson, sem kom Gróttu upp í Pepsi Max-deildina, hafa verið sterklega orðaðir við Breiðablik að undanförnu en Máni telur að hvorugur þeirra taki við Blikum.

„Þetta kom mér gríðarlega á óvart. Árangurinn hefur ekki verið þess eðlis að það væri eðlilegt að hann missti starfið,“ sagði Máni í samtali við Vísi í dag, aðspurður um uppsögn Ágústs.

„Árangur Gústa hefur verið mjög góður. Að vera í 2. sæti tvö ár í röð er mjög gott. Hingað til hefur það ekki verið sjálfsagður hlutur að Breiðablik sé í Evrópukeppni.“

Trúi ekki að þeir hafa vaðið í þetta hugsunarlaustMáni segir augljóst að forráðamenn Breiðabliks hafi gert sér vonir um betri árangur, m.ö.o. að vinna titla.

„Þeim finnst væntanlega búa meira í mannskapnum. Síðan eru stór nöfn þarna úti sem þeir vilja eiga möguleika á að krækja í,“ sagði Máni og vísaði til Heimis og Óskars Hrafns.

„Ég trúi ekki að þeir hafi vaðið í þetta hugsunarlaust. En ég tel að hvorki Heimir né Óskar Hrafn taki við Breiðabliki. En það kæmi mér ekki á óvart ef einhver gamall Bliki myndi snúa aftur heim.“

Vandamálið allt annað en Óli JóhÍ gær bárust fréttir af því að Valur ætlaði að ræða við annan þjálfara en Ólaf Jóhannesson eftir tímabilið.

„Það kom minna á óvart. Valur upplifði að þeir þyrftu að ráðast í einhverjar breytingar. Ég held reyndar að vandamálið sé allt annað en Óli Jóh. Leikmennirnir hafa verið hver öðrum lélegri í sumar,“ sagði Máni. „En þetta er auðveldasta lausnin.“

Keppni í Pepsi Max-deild karla lýkur á laugardaginn. Breiðablik er öruggt með 2. sætið en Valur er í því níunda.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×