Íslenski boltinn

Ágúst náð í 63,5% stiganna sem í boði hafa verið en samt látinn fara

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Enginn þjálfari hefur endað jafn ofarlega með Breiðablik tvö tímabil í röð og Ágúst.
Enginn þjálfari hefur endað jafn ofarlega með Breiðablik tvö tímabil í röð og Ágúst. vísir/daníel
Ágúst Gylfason stýrir Breiðabliki í síðasta sinn þegar liðið tekur á móti Íslandsmeisturum KR í lokaumferð Pepsi Max-deildar karla á laugardaginn.

Breiðablik tilkynnti í gær félagið hefði ákveðið að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi Ágústs. Blikar verða því með nýjan þjálfara á næsta tímabili.

Ágúst tók við Breiðabliki af Milos Milojevic haustið 2017. Á síðasta tímabili enduðu Blikar í 2. sæti Pepsi-deildarinnar og komust í bikarúrslit þar sem liðið tapaði fyrir Stjörnunni í vítaspyrnukeppni.

Sama hvernig leikurinn gegn KR á laugardaginn fer er ljóst að Breiðablik endar í 2. sæti Pepsi Max-deildarinnar. Blikar hafa aldrei endað jafn ofarlega tvö tímabil í röð í sögu félagsins.

Undir stjórn Ágústs hefur Breiðablik náð í 82 af þeim 129 stigum sem í boði hafa verið í deildinni, eða 63,5% stiganna. Vinni Breiðablik KR á laugardaginn hefur Ágúst náð í 64,3% þeirra stiga sem í boði voru.

Til samanburðar má nefna að Arnar Grétarsson náði í 58,7% stiganna sem honum buðust og Ólafur Kristjánsson 50,7%. Fyrir utan Ágúst eru þeir einu þjálfararnir sem hafa stýrt Breiðabliki tvö tímabil eða meira í efstu deild síðan liðið vann sér aftur sæti í deild þeirra bestu 2005.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×