Uppsögn Ágústs kom Mána gríðarlega á óvart: Telur að hvorki Heimir né Óskar Hrafn taki við Blikum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. september 2019 13:50 Ágúst stýrir Breiðablik í síðasta sinn þegar liðið mætir Íslandsmeisturum KR á laugardaginn. vísir/bára Þorkell Máni Pétursson, álitsgjafi Pepsi Max-markanna á Stöð 2 Sport, er hissa á þeirri ákvörðun Breiðabliks að segja upp samningi Ágústs Gylfasonar. Heimir Guðjónsson, þjálfari HB Þórshafnar í Færeyjum, og Óskar Hrafn Þorvaldsson, sem kom Gróttu upp í Pepsi Max-deildina, hafa verið sterklega orðaðir við Breiðablik að undanförnu en Máni telur að hvorugur þeirra taki við Blikum. „Þetta kom mér gríðarlega á óvart. Árangurinn hefur ekki verið þess eðlis að það væri eðlilegt að hann missti starfið,“ sagði Máni í samtali við Vísi í dag, aðspurður um uppsögn Ágústs. „Árangur Gústa hefur verið mjög góður. Að vera í 2. sæti tvö ár í röð er mjög gott. Hingað til hefur það ekki verið sjálfsagður hlutur að Breiðablik sé í Evrópukeppni.“ Trúi ekki að þeir hafa vaðið í þetta hugsunarlaustMáni segir augljóst að forráðamenn Breiðabliks hafi gert sér vonir um betri árangur, m.ö.o. að vinna titla. „Þeim finnst væntanlega búa meira í mannskapnum. Síðan eru stór nöfn þarna úti sem þeir vilja eiga möguleika á að krækja í,“ sagði Máni og vísaði til Heimis og Óskars Hrafns. „Ég trúi ekki að þeir hafi vaðið í þetta hugsunarlaust. En ég tel að hvorki Heimir né Óskar Hrafn taki við Breiðabliki. En það kæmi mér ekki á óvart ef einhver gamall Bliki myndi snúa aftur heim.“ Vandamálið allt annað en Óli JóhÍ gær bárust fréttir af því að Valur ætlaði að ræða við annan þjálfara en Ólaf Jóhannesson eftir tímabilið. „Það kom minna á óvart. Valur upplifði að þeir þyrftu að ráðast í einhverjar breytingar. Ég held reyndar að vandamálið sé allt annað en Óli Jóh. Leikmennirnir hafa verið hver öðrum lélegri í sumar,“ sagði Máni. „En þetta er auðveldasta lausnin.“ Keppni í Pepsi Max-deild karla lýkur á laugardaginn. Breiðablik er öruggt með 2. sætið en Valur er í því níunda. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ágúst hættir með Blika eftir tímabilið Ágúst Þór Gylfason mun hætta sem þjálfari Breiðabliks í Pepsi Max deild karla að loknu tímabili. 23. september 2019 20:11 Þrjú stig af síðustu átján mögulegum og Valur gæti átt verstu titilvörn sögunnar í 12 liða deild Valsmenn, sem áttu titil að verja í Pepsi Max-deildinni í ár, eru í 9. sæti deildarinnar er ein umferð er eftir. 23. september 2019 14:00 Ágúst náð í 63,5% stiganna sem í boði hafa verið en samt látinn fara Þrátt fyrir að skila Breiðabliki í 2. sæti efstu deildar tvö tímabil í röð verður Ágúst Gylfason ekki þjálfari liðsins á næsta tímabili. 24. september 2019 12:00 Valur hefur viðræður við annan þjálfara Valsmenn virðast vera kveðja Ólaf Jóhannesson sem hefur fært þeim fjóra titla á fimm árum. 23. september 2019 12:30 Sjáðu öll 23 mörkin úr næst síðustu umferðinni í Pepsi Max-deild karla Það var nóg af mörkum og fjöri í Pepsi Max-deild karla í gær er næst síðasta umferðin fór fram. 23. september 2019 07:00 Óli Jó: Það veit enginn hvað ég geri Fyrrum landsliðsþjálfarinn var stuttur í svörum er hann var aðspurður út í framtíð sína. 24. september 2019 12:30 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra Sjá meira
Þorkell Máni Pétursson, álitsgjafi Pepsi Max-markanna á Stöð 2 Sport, er hissa á þeirri ákvörðun Breiðabliks að segja upp samningi Ágústs Gylfasonar. Heimir Guðjónsson, þjálfari HB Þórshafnar í Færeyjum, og Óskar Hrafn Þorvaldsson, sem kom Gróttu upp í Pepsi Max-deildina, hafa verið sterklega orðaðir við Breiðablik að undanförnu en Máni telur að hvorugur þeirra taki við Blikum. „Þetta kom mér gríðarlega á óvart. Árangurinn hefur ekki verið þess eðlis að það væri eðlilegt að hann missti starfið,“ sagði Máni í samtali við Vísi í dag, aðspurður um uppsögn Ágústs. „Árangur Gústa hefur verið mjög góður. Að vera í 2. sæti tvö ár í röð er mjög gott. Hingað til hefur það ekki verið sjálfsagður hlutur að Breiðablik sé í Evrópukeppni.“ Trúi ekki að þeir hafa vaðið í þetta hugsunarlaustMáni segir augljóst að forráðamenn Breiðabliks hafi gert sér vonir um betri árangur, m.ö.o. að vinna titla. „Þeim finnst væntanlega búa meira í mannskapnum. Síðan eru stór nöfn þarna úti sem þeir vilja eiga möguleika á að krækja í,“ sagði Máni og vísaði til Heimis og Óskars Hrafns. „Ég trúi ekki að þeir hafi vaðið í þetta hugsunarlaust. En ég tel að hvorki Heimir né Óskar Hrafn taki við Breiðabliki. En það kæmi mér ekki á óvart ef einhver gamall Bliki myndi snúa aftur heim.“ Vandamálið allt annað en Óli JóhÍ gær bárust fréttir af því að Valur ætlaði að ræða við annan þjálfara en Ólaf Jóhannesson eftir tímabilið. „Það kom minna á óvart. Valur upplifði að þeir þyrftu að ráðast í einhverjar breytingar. Ég held reyndar að vandamálið sé allt annað en Óli Jóh. Leikmennirnir hafa verið hver öðrum lélegri í sumar,“ sagði Máni. „En þetta er auðveldasta lausnin.“ Keppni í Pepsi Max-deild karla lýkur á laugardaginn. Breiðablik er öruggt með 2. sætið en Valur er í því níunda.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ágúst hættir með Blika eftir tímabilið Ágúst Þór Gylfason mun hætta sem þjálfari Breiðabliks í Pepsi Max deild karla að loknu tímabili. 23. september 2019 20:11 Þrjú stig af síðustu átján mögulegum og Valur gæti átt verstu titilvörn sögunnar í 12 liða deild Valsmenn, sem áttu titil að verja í Pepsi Max-deildinni í ár, eru í 9. sæti deildarinnar er ein umferð er eftir. 23. september 2019 14:00 Ágúst náð í 63,5% stiganna sem í boði hafa verið en samt látinn fara Þrátt fyrir að skila Breiðabliki í 2. sæti efstu deildar tvö tímabil í röð verður Ágúst Gylfason ekki þjálfari liðsins á næsta tímabili. 24. september 2019 12:00 Valur hefur viðræður við annan þjálfara Valsmenn virðast vera kveðja Ólaf Jóhannesson sem hefur fært þeim fjóra titla á fimm árum. 23. september 2019 12:30 Sjáðu öll 23 mörkin úr næst síðustu umferðinni í Pepsi Max-deild karla Það var nóg af mörkum og fjöri í Pepsi Max-deild karla í gær er næst síðasta umferðin fór fram. 23. september 2019 07:00 Óli Jó: Það veit enginn hvað ég geri Fyrrum landsliðsþjálfarinn var stuttur í svörum er hann var aðspurður út í framtíð sína. 24. september 2019 12:30 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra Sjá meira
Ágúst hættir með Blika eftir tímabilið Ágúst Þór Gylfason mun hætta sem þjálfari Breiðabliks í Pepsi Max deild karla að loknu tímabili. 23. september 2019 20:11
Þrjú stig af síðustu átján mögulegum og Valur gæti átt verstu titilvörn sögunnar í 12 liða deild Valsmenn, sem áttu titil að verja í Pepsi Max-deildinni í ár, eru í 9. sæti deildarinnar er ein umferð er eftir. 23. september 2019 14:00
Ágúst náð í 63,5% stiganna sem í boði hafa verið en samt látinn fara Þrátt fyrir að skila Breiðabliki í 2. sæti efstu deildar tvö tímabil í röð verður Ágúst Gylfason ekki þjálfari liðsins á næsta tímabili. 24. september 2019 12:00
Valur hefur viðræður við annan þjálfara Valsmenn virðast vera kveðja Ólaf Jóhannesson sem hefur fært þeim fjóra titla á fimm árum. 23. september 2019 12:30
Sjáðu öll 23 mörkin úr næst síðustu umferðinni í Pepsi Max-deild karla Það var nóg af mörkum og fjöri í Pepsi Max-deild karla í gær er næst síðasta umferðin fór fram. 23. september 2019 07:00
Óli Jó: Það veit enginn hvað ég geri Fyrrum landsliðsþjálfarinn var stuttur í svörum er hann var aðspurður út í framtíð sína. 24. september 2019 12:30