Íslenski boltinn

Ágúst hættir með Blika eftir tímabilið

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ágúst Þór Gylfason
Ágúst Þór Gylfason vísir/bára
Ágúst Þór Gylfason mun hætta sem þjálfari Breiðabliks í Pepsi Max deild karla að loknu tímabili.

Breiðablik tilkynnti um það í kvöld að félagið hefði nýtt sér uppsagnarákvæði í samningi Ágústs.

Hann mun hætta að störfum 28. september, eftir að lokaumferð Pepsi Max deild karla fer fram.

Ágúst tók við Breiðabliki fyrir síðasta tímabil. Á sínu fyrsta ári með liðið fór hann í bikarúrslit og náði öðru sæti í deildinni.

Blikar eru búnir að ná sér í annað sæti deildarinnar í ár. Þeir mæta nýkrýndum meisturum KR í lokaumferðinni á laugardag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×