Íslenski boltinn

Óli Jó: Það veit enginn hvað ég geri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Óafur á hliðarlínunni í leik Valsmanna fyrr í sumar.
Óafur á hliðarlínunni í leik Valsmanna fyrr í sumar. vísir/daníel
Valur hefur viðræður við arftaka Ólafs Jóhannessonar eins og fram kom á Vísi í gær en Ólafur hefur unnið fjóra bikara á fimm leiktíðum hjá Val.

Í samtali við vef RÚV segir Ólafur að hann viti ekki hvað hann taki sér fyrir hendur en hann ætlar ekki að taka þá ákvörðun fyrr en eftir tímabilið.

„Ég veit ekkert hvað ég geri svo eftir að leiktíðinni lýkur. Ég mun ekki taka neina ákvörðun fyrr en eftir 15. október,“ sagði Ólafur í samtali við RÚV en samningur hans við Valsmenn rennur út þá.

Fyrrum landsliðsþjálfarinn var svo stuttur í svörum er hann var aðspurður um hvort að hann ætlaði að halda áfram í þjálfun.

„Það veit enginn hvað ég geri.“

Valur er í 9. sæti Pepsi Max-deildarinnar er ein umferð er eftir en með hagstæðum úrslitum í lokaumferðinni gæti Valur endað í fimmta sætinu.

Óli tók við Val í október 2014 og vann bikarkeppnina á fyrstu tveimur tímabilum sínum með liðið. Hann vann svo deildina árið 2017 og 2018 og skilaði því Hafnfirðingurinn fjórum titlum í hús á fimm árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×