Íslenski boltinn

Þrjú stig af síðustu átján mögulegum og Valur gæti átt verstu titilvörn sögunnar í 12 liða deild

Anton Ingi Leifsson skrifar
Patrick Pedersen í baráttu við Skúla Jón Friðgeirsson í leik liðanna á dögunum.
Patrick Pedersen í baráttu við Skúla Jón Friðgeirsson í leik liðanna á dögunum. vísir/getty
Valsmenn, sem áttu titil að verja í Pepsi Max-deildinni í ár, eru í 9. sæti deildarinnar er ein umferð er eftir.Valur gerði 2-2 jafntefli við Grindavík á útivelli í gær en það var ekki fyrr en eftir jafnteflið í gær að staðfest væri að Valur spilar í úrvalsdeild á næsta ári.Hefðu þeir ekki náð í jafntefli í gær hefðu þeir enn verið í fallhættu fyrir lokaumferðina þó að það hefði verið ólíklegt að þeir hefðu farið niður enda markatala þeirra mun betri en Grindavíkur.Valsmenn byrjuðu tímabilið hörmulega og náðu einungis í fjögur stig í fyrstu sjö leikjunum en síðan unnu þeir þrjá leiki undir lok júnímánaðar. Þeir fikruðu sig þar með upp töfluna.Gengi liðsins upp á síðkastið hefur hins vegar ekki verið upp á marga fiska. Síðasti sigurleikur liðsins kom gegn Fylki þann 7. ágúst og liðið hefur síðan þá einungis náð í þrjú stig af átján mögulegum.Liðið er nú með 26 stig stig í 9. sætinu og gætu átt verstu titilvörn sögunnar í 12 liða deild. Breiðablik á nú verstu titilvörnina er liðið náði í 27 stig árið 2011 en það ár var einmitt KR líka meistari, líkt og í ár.Valsmenn þurfa því sigur til að komast upp fyrir stigafjölda Blika árið 2011 en geri Valur jafntefli gegn HK í lokaumferðinni þá er liðið með jafn mörg stig og Breiðablik 2011.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.