Íslenski boltinn

Þrjú stig af síðustu átján mögulegum og Valur gæti átt verstu titilvörn sögunnar í 12 liða deild

Anton Ingi Leifsson skrifar
Patrick Pedersen í baráttu við Skúla Jón Friðgeirsson í leik liðanna á dögunum.
Patrick Pedersen í baráttu við Skúla Jón Friðgeirsson í leik liðanna á dögunum. vísir/getty

Valsmenn, sem áttu titil að verja í Pepsi Max-deildinni í ár, eru í 9. sæti deildarinnar er ein umferð er eftir.

Valur gerði 2-2 jafntefli við Grindavík á útivelli í gær en það var ekki fyrr en eftir jafnteflið í gær að staðfest væri að Valur spilar í úrvalsdeild á næsta ári.

Hefðu þeir ekki náð í jafntefli í gær hefðu þeir enn verið í fallhættu fyrir lokaumferðina þó að það hefði verið ólíklegt að þeir hefðu farið niður enda markatala þeirra mun betri en Grindavíkur.

Valsmenn byrjuðu tímabilið hörmulega og náðu einungis í fjögur stig í fyrstu sjö leikjunum en síðan unnu þeir þrjá leiki undir lok júnímánaðar. Þeir fikruðu sig þar með upp töfluna.

Gengi liðsins upp á síðkastið hefur hins vegar ekki verið upp á marga fiska. Síðasti sigurleikur liðsins kom gegn Fylki þann 7. ágúst og liðið hefur síðan þá einungis náð í þrjú stig af átján mögulegum.

Liðið er nú með 26 stig stig í 9. sætinu og gætu átt verstu titilvörn sögunnar í 12 liða deild. Breiðablik á nú verstu titilvörnina er liðið náði í 27 stig árið 2011 en það ár var einmitt KR líka meistari, líkt og í ár.

Valsmenn þurfa því sigur til að komast upp fyrir stigafjölda Blika árið 2011 en geri Valur jafntefli gegn HK í lokaumferðinni þá er liðið með jafn mörg stig og Breiðablik 2011.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.