Enski boltinn

Sánchez gæti fylgt Lukaku til Inter

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sánchez hóf feril sinn í Evrópu með Udinese á Ítalíu.
Sánchez hóf feril sinn í Evrópu með Udinese á Ítalíu. vísir/getty

Alexis Sánchez gæti fylgt Romelu Lukaku frá Manchester United til Inter.

Samkvæmt heimildum Sky á Ítalíu eru fulltrúar Inter komnir til Englands þar sem þeir ætla að ræða við forráðamenn United um kaup á Sánchez.

Antonio Conte, knattspyrnustjóri Inter, leitar logandi ljósi að framherja fyrir tímabilið. Hann hafði augastað á Edin Dzeko en Bosníumaðurinn skrifaði undir nýjan samning við Roma. Því hefur Conte beint athygli sinni að Sánchez.

Sílemaðurinn hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan hann gekk í raðir United í janúar 2018. Hann hefur aðeins skorað fimm mörk í 45 leikjum fyrir United.

Á blaðamannafundi á föstudaginn sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, að Sánchez vildi vera áfram hjá félaginu og hann myndi spila mun fleiri leiki í vetur en búist var við.

United sækir Wolves heim í lokaumferð 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á morgun.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.