Enski boltinn

Sánchez gæti fylgt Lukaku til Inter

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sánchez hóf feril sinn í Evrópu með Udinese á Ítalíu.
Sánchez hóf feril sinn í Evrópu með Udinese á Ítalíu. vísir/getty
Alexis Sánchez gæti fylgt Romelu Lukaku frá Manchester United til Inter.

Samkvæmt heimildum Sky á Ítalíu eru fulltrúar Inter komnir til Englands þar sem þeir ætla að ræða við forráðamenn United um kaup á Sánchez.

Antonio Conte, knattspyrnustjóri Inter, leitar logandi ljósi að framherja fyrir tímabilið. Hann hafði augastað á Edin Dzeko en Bosníumaðurinn skrifaði undir nýjan samning við Roma. Því hefur Conte beint athygli sinni að Sánchez.

Sílemaðurinn hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan hann gekk í raðir United í janúar 2018. Hann hefur aðeins skorað fimm mörk í 45 leikjum fyrir United.

Á blaðamannafundi á föstudaginn sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, að Sánchez vildi vera áfram hjá félaginu og hann myndi spila mun fleiri leiki í vetur en búist var við.

United sækir Wolves heim í lokaumferð 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á morgun.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×