Enski boltinn

„Lukaku var of þungur fyrir Manchester United“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Romelu Lukaku.
Romelu Lukaku. vísir/getty

Gary Pallister, fyrrum varnarmaður Manchester United, segir að Romelu Lukaku sem gekk í raðir Inter í sumar hafi verið of þungur til að ná árangri á Old Trafford.

Lukaku yfirgaf Old Trafford í sumar og í fyrsta leik var flugeldasýning á „Leikvangi draumanna“ þar sem United vann 4-0 sigur á Chelsea í fyrstu umferðinni.

„Ég held að Lukaku sé markaskori og muni skora fullt af mörkum en eins og þeir vilja spila á tíðum, þá er hann of þungur,“ sagði Pallister í samtali við fjölmiðla.

„Þú sérð hraðann í nútímaleik og kannski er Solskjær að horfa í það. Hann er markaskorari og hann er ekki mjög klínískur en mun skora 15 til 20 mörk.“

„Hann spilar Lingaard, Martial og Rashford og hann fangaði Chelsea ofarlega á vellinum. Svo þegar þú getur gert það þá færðu meira pláss til þess að sækja í og skora fleiri mörk.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.