Enski boltinn

„Lukaku var of þungur fyrir Manchester United“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Romelu Lukaku.
Romelu Lukaku. vísir/getty
Gary Pallister, fyrrum varnarmaður Manchester United, segir að Romelu Lukaku sem gekk í raðir Inter í sumar hafi verið of þungur til að ná árangri á Old Trafford.Lukaku yfirgaf Old Trafford í sumar og í fyrsta leik var flugeldasýning á „Leikvangi draumanna“ þar sem United vann 4-0 sigur á Chelsea í fyrstu umferðinni.„Ég held að Lukaku sé markaskori og muni skora fullt af mörkum en eins og þeir vilja spila á tíðum, þá er hann of þungur,“ sagði Pallister í samtali við fjölmiðla.„Þú sérð hraðann í nútímaleik og kannski er Solskjær að horfa í það. Hann er markaskorari og hann er ekki mjög klínískur en mun skora 15 til 20 mörk.“„Hann spilar Lingaard, Martial og Rashford og hann fangaði Chelsea ofarlega á vellinum. Svo þegar þú getur gert það þá færðu meira pláss til þess að sækja í og skora fleiri mörk.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.