Enski boltinn

Segja Harry Maguire hafa getað fengið þrettán milljónum meira á viku hjá Man. City

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Harry Maguire labbar út á Old Trafford í fyrsta sinn.
Harry Maguire labbar út á Old Trafford í fyrsta sinn. Getty/Matthew Peters
Harry Maguire er orðinn leikmaður Manchester United og um leið dýrasti varnarmaður heims. Hann hefði líka geta orðið launahæsti varnarmaður heims en vildi ekki vera bláu megin í Manchester borg.Manchester United keypti þennan 26 ára miðvörð frá Leicester City fyrir 80 milljónir punda rétt fyrir tímabil og það kom fram í viðtölum við hann að það hafi verið æskudraumur hans að spila fyrir bæði enska landsliðið og Manchester United. Nú hafa báðir þessir draumar hans ræst.„Mig dreymdi alltaf að labba út á bæði Wembley og Old Trafford þegar ég var strákur. Ég er mjög stoltur af sjálfum mér að vera kominn í svona stóran klúbb,“ sagði Harry Maguire við Manchester Evening News.Pep Guardiola hjá Manchester City vildi einnig fá Harry Maguire og City var tilbúið að bjóða honum mun betri samning.Samkvæmt frétt í Daily Star þá bauð Manchester City enska landsliðsmiðverðinum 278 þúsund pund í vikulaun eða tæpar 42 milljónir íslenskra króna.Samningur hans við Manchester United hljómar aftur á móti „aðeins“ upp á 190 þúsund pund á viku eða tæpar 29 milljónir íslenskra króna.Hér munar 88 þúsund pundum á viku eða rúmum 13 milljónum íslenskra króna. Það gera 53 milljónir á mánuði og 630 milljónir á ári.Maguire vildi um fram allt komast til Manchester United og þessi ást hans á félaginu mun aðeins auka vinsældir hans meðal stuðningsmannanna á Old Trafford.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.