Enski boltinn

Bróðirinn segir að Pogba vonist til að fara til Real: „Hann getur ekki gert allt hjá Manchester United“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pogba í 1. umferðinni gegn Chelsea.
Pogba í 1. umferðinni gegn Chelsea. vísir/getty
Mathias Pogba, bróðir Paul Pogba, segir að bróðir sinn gæti enn gengið í raðir Real Madrid í sumarglugganum en félagaskiptaglugganum á Spáni lokar 2. september.

Pogba hefur talað um það að hann vilji yfirgefa herbúðir United í sumar og leitar af nýrri áskorun. Rauðu djöflarnir eru ekki á sama máli og vilja ekki selja Pogba.

Nú þegar búið er að loka félagaskiptaglugganum á Englandi er það enn ólíklegra að Real nái að klófesta Pogba því United getur ekki keypt mann í hans stað.

Bróðirinn trúir þó enn á að franski heimsmeistarinn gæti endað í spænsku höfuðborginni.

„Paul vill fara. Hann getur ekki gert allt hjá Manchester United. Leikmaðurinn sem Zidane vantar er Paul,“ sagði bróðirinn í samtali við spænska sjónvarsþáttinn, El Chiringuito.

„Það er ekki ómögulegt fyrir Florentino að kaupa hann. Ég get ekki staðfest að hann verði áfram hjá United. Þangað til 2. september getur allt gerst. Madrid þarf fótboltann og gleðina sem Paul kemur með.“







Pogba var í byrjunarliði United og lék allan leikinn er liðið vann 4-0 sigur á Chelsea í fyrstu umferðinni á Englandi. Pogba lagði upp þriðja mark United með frábærri sendingu.

United spilar við Wolves á mánudagskvöldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×