Erlent

Tekinn af lífi fyrir njósnir fyrir Banda­ríkin

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Jalal Hajizavar er sagður hafa verið tekinn af lífi í Karaj skammt frá Tehran.
Jalal Hajizavar er sagður hafa verið tekinn af lífi í Karaj skammt frá Tehran. getty/ Simon Dawson
Fyrrverandi starfsmaður varnarmálaráðuneytis Íran hefur að sögn verið tekinn af lífi vegna gruns um njósnir fyrir Bandaríkin. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Sky.

Jalal Hajizavar var starfsmaður flugmála stofnunar Tehran samkvæmt fregnum sem bárust á laugardag.

Hann hætti í starfi sínu fyrir níu árum síðan og var sakfelldur af dómstóli hersins eftir að rannsókn fór fram sem afhjúpaði gögn og njósnabúnað á heimili hans, samkvæmt fréttastofu IRIB.

IRIB heldur því fram að hann hafi verið tekinn af lífi í Rajai Shahr fangelsinu í Karaj, vestur af Tehran.

Spenna á milli Íran og Bandaríkjanna hefur farið ört vaxandi síðustu misseri vegna útgöngu Bandaríkjanna úr kjarnorkusamningi og viðskiptaþvingunum þeirra á Íran.

Gerum Íran frábært aftur

Donald Trump hefur tilkynnt að þyngri viðskiptaþvinganir verði lagðar á Íran í von um að koma í veg fyrir að ríkið komist yfir kjarnorkuvopn.

Trump sagði í samtali við fréttamenn, áður en hann fór til Camp David sem er sveitasetur forsetans: „Á sumum sviðum erum við að fara hægt en á öðrum erum við að bregðast hratt við.“

Fyrr í vikunni hafði hann íhugað að grípa til hernaðaraðgerða gegn Íran, sem skaut niður bandarískan dróna, en ákvað að hætta við á síðustu stundu.

Í dag sagði hann að hernaðaraðgerðir væru „alltaf á borðinu“ gegn Íran.

Hann gaf það hins vegar til kynna að hann væri opinn fyrir því að draga úr þessari þróun og bætti við að hann væri viljugur til að ná samkomulagi við Íran á skömmum tíma, sem hann sagði að myndi koma slæmu efnahagsástandi landsins til bjargar.

Hann sagði: „Við munum kalla það „gerum Íran frábært aftur.““

Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, tísti mynd af korti sem sýndi nákvæm hnit, sem hann sagði sýna að dróninn hafi verið í íranskri landhelgi.

Kortið sýndi einnig tvö gul box á flugleið drónans sem hann sagði sýna staðsetningarnar þar sem drónanum voru sendar viðvaranir frá Íran.

Utanríkisráðherra Bretlands í málefnum Mið-Austurlanda, dr. Andrew Murrison, mun fara til Íran á morgun, sunnudag, og krefjast þess að unnið verði að því að létta spennuna á svæðinu.

Hann mun einnig ræða þær áhyggjur sem hafa skapast vegna hótana Íran að hætta að fara eftir kjarnorkusamningi þess.

Utanríkisráðuneytið sagði að heimsóknin væri „tækifæri til að opna frekar heiðarleg og uppbyggjandi samskipti.“

Samtök flugiðnaðar Íran sagði í dag að lofthelgi landsins væri örugg fyrir flugfélög og ekki væri hættulegt að fljúga þar um.

Flugmálastjórn Bandaríkjanna lagði fram neyðartilskipun á fimmtudag sem meinaði bandarískum flugfélögum að fljúga um lofthelgi Íran.

Fleiri alþjóðleg flugfélög hafa tekið varúðarráðstafanir og hætt öllum flugsamgöngum um lofthelgi Íran.

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segist tilbúinn að beita Íran hernaðaraðgerðum, komi til þess.getty/The Asahi Shimbun

Áhyggjur aukast á alþjóðavettvangi

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði að leysa þurfti vandamálið í Íran og að málið yrði rætt á alþjóðlegum vettvangi á G20 ráðstefnunni sem haldin verður seinna í mánuðinum.

Amerísk-líbanski fræðimaðurinn Fawaz Gerges sagði að „diplómatísk lausn“ gæti verið í nánd ef Trump myndi létta á viðskiptaþvingununum gegn Íran.

Hann bætti við að Bretland, Frakkland og Þýskaland væru að reyna að koma í veg fyrir stríð.

Hann sagði: „Ekki gera nein mistök með það – stríð við Íran myndi ekki bara vera við Íran. Það myndi dreifa úr sér. Það mun berast til Sádi-Arabíu, til Ísrael, til Írak, til Líbanon og Jemen.

„Stríð við Íran myndi hafa mun alvarlegri afleiðingar en stríðið við Írak 2003.“

„Undir þessu svæði er hafsjór af olíu og gasi. Hugsið aðeins um þetta, þúsundir af langdrægum eldflaugum fljúgandi í kring um olíu- og gasstöðva á flóanum – ímyndið ykkur eyðilegginguna.“


Tengdar fréttir

Bretar og Bandaríkjamenn segja Írani hafa gert árás á olíuskip

Bresk stjórnvöld taka undir með bandarískum yfirvöldum og segja Írani hafa gert árásir á olíuskip í Ómanflóa. Stjórnin í Íran þvertekur fyrir að bera ábyrgð á árásunum. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvetur til þess að ekki verði aukið frekar á spennu vegna málsins. Óháðan aðila þurfi til að rannsaka hvað gerðist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×