Erlent

Trump varar Íran við gjöreyðingu ef til stríðs kemur

Eiður Þór Árnason skrifar
Trump hét áframhaldandi efnahagsþvingunum.
Trump hét áframhaldandi efnahagsþvingunum. AP
Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ekki vilja fara í stríð við Íran, en varar við því að ef til hernaðarátaka kæmi myndi Íran standa frammi fyrir gjöreyðingu.Þetta kom fram í viðtali hans við NBC sjónvarpstöðina í gær. Þar sagði forsetinn að Bandaríkin væru tilbúin til viðræðna við írönsk stjórnvöld. Hann muni þó aldrei leyfa ríkinu að þróa kjarnorkuvopn.Í viðtalinu ítrekaði Trump einnig ummæli sín um að Bandaríkjaher hafi verið tilbúinn að gera árás á írönsk skotmörk í hefndarskyni, en að honum hafi snúist hugur.Forsetinn sagði þó ekkert vera til í þeim fregnum að loftför hafi verið komin í loftið og nálgast skotmörk sín þegar hann hætti skyndilega við árásina.Spenna milli ríkjanna hefur farið vaxandi á undanförnum misserum, einkum eftir að Bandaríkin sökuðu Íran um að hafa gert árás á olíuskip í Ómanflóa.Þessi spenna náði nýju hámarki þegar Íran skaut niður mannlausan eftirlitsdróna Bandaríkjahers fyrr í vikunni.Hafa ríkin tvö einkum deilt um það hvort bandaríski eftirlitsdróninn hafi verið í íranskri lofthelgi þegar hann var skotinn niður.Bandaríkin hafa óskað eftir því að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman á mánudag til að ræða málefni Íran.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.