Erlent

Flugfélög breyta flugleiðum í kjölfar árásar Írana

Eiður Þór Árnason skrifar
Hernaðarleg spenna á svæðinu hefur aukist til muna eftir að RQ-4A Global Hawk dróni Bandaríkjamanna var skotinn niður.
Hernaðarleg spenna á svæðinu hefur aukist til muna eftir að RQ-4A Global Hawk dróni Bandaríkjamanna var skotinn niður. AP
Flugfélög víða um heim hafa gefið út að þau muni beina flugvélum sínum frá svæðinu í kringum Hormússund eftir að bandarískur eftirlitsdróni var skotinn niður á svæðinu. Fréttastofa AP greinir frá þessu.

Þessar ákvarðanir koma í kjölfar þess að bandarísk flugmálayfirvöld vöruðu við því að borgaralegum flugvélum yrði flogið yfir svæðið. Telja þau að aukin hernaðarumsvif og pólitísk spenna á svæðinu auki hættuna á því að röng kennsl séu borin á flugför sem fari í gegnum svæðið.

Flugfélög á borð við Qantas, British Airways, KLM og Lufthansa hafa nú þegar tilkynnt að þau muni forðast sundið. Qantas og Lufthansa ganga þó lengra og ná takmarkanir þeirra til Ómanflóa, auk Hormússunds og nærliggjandi landsvæðis.

Greint hefur verið frá því að Trump hafi í kjölfar árásarinnar samþykkt loftárásir á Íran en hafi síðan snúist hugur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×