Erlent

Trump hætti við hefndarárás vegna hugsanlegs mannfalls

Eiður Þór Árnason skrifar
Trump byrjaði á því að hrósa efnahagslegum refsiaðgerðum sínum gagnvart Íran
Trump byrjaði á því að hrósa efnahagslegum refsiaðgerðum sínum gagnvart Íran AP
Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa hætt við loftárásir Bandaríkjahers í Íran þegar hann var upplýstur um mögulegt mannfall. Þetta kemur fram í tístum forsetans.Trump segir að herinn hafi verið tilbúinn að skjóta þrjú skotmörk í Íran. Var þeim ætlað að hefna fyrir árás Írana á mannlausan eftirlitsdróna Bandaríkjahers.Þegar Trump bað hershöfðingja um að áætla hversu margir myndu látast í hefndaraðgerðunum hafi hann tekið ákvörðun um að stöðva aðgerðirnar. Segir hann þetta hafa verið einungis 10 mínútum áður en árásin átti að taka sér stað. Var það mat hershöfðingjans að 150 manns myndu látast í árás Bandaríkjamanna.Trump segir að slíkt mannfall væri ekki verið réttlætanlegt í ljósi þess að ekkert mannfall var í árás Írana á eftirlitsdrónann.New York Times hefur áður greint frá því að sprengjuflugvélar bandaríska hersins hafi verið í loftinu og orrustuskip í stellingum til að gera árás þegar Trump hætti skyndilega við.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.