Erlent

Írönskum net­á­rásum fjölgar á banda­rískar stofnanir

Eiður Þór Árnason skrifar
Árásir hafa sömuleiðis verið gerðar á bandarískan olíuiðnað.
Árásir hafa sömuleiðis verið gerðar á bandarískan olíuiðnað. AP
Fjöldi netárása á stofnanir bandaríska ríkisins og mikilvæga innviði hefur farið vaxandi jafnt sem spenna hefur aukist milli Bandaríkjanna og Íran. Frá þessu greinir fréttastofa AP og vísar þar í rannsóknir netöryggisfyrirtækjanna CrowdStrike og FireEye.

Á síðustu vikum hafa tölvuþrjótar sem taldir eru vera á vegum íranskra stjórnvalda meðal annars beint spjótum sínum að bandarískum ríkisstofnunum og fyrirtækjum í olíu- og gasiðnaði.

Óljóst er hvort einhverjum þeirra hafi tekist að fá aðgang að mikilvægum kerfum með tilraunum sínum.

Árásirnar eru hluti af áframhaldandi átökum ríkjanna á þessu sviði og hafa netárásir beinst að stofnunum og innviðum beggja ríkja. Síðast var slík aukning í netárásum fljótlega eftir að Bandaríkin beindu efnahagslegum refsiaðgerðum að írönskum olíuiðnaði fyrr í mánuðinum.

 

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×