Erlent

Íranir skutu niður banda­rískan eftir­lits­dróna

Atli Ísleifsson skrifar
Dróninn var af gerðinni RQ-4A Global Hawk.
Dróninn var af gerðinni RQ-4A Global Hawk. AP
Eftirlitsdróni á vegum Bandaríkjahers hefur verið skotinn niður af íranska hernum á meðan hann var á flugi yfir Hormuz-sundi við Íran. Þetta staðfesta heraflar beggja ríkja.Íranir segja drónann hafa verið inni í íranskri flughelgi en Bandaríkjamenn segja hann hafa verið í alþjóðlegri lofthelgi.Þetta er enn eitt málið í vaxandi spennu á milli ríkjanna en haft er eftir írönskum hershöfðingja að Íranir hafi dregið rauða línu og sent Bandaríkjunum skilaboð um að virða skuli landamæri Írans.Á mánudaginn tilkynnti bandaríska varnarmálaráðuneytið að fjölga ætti bandarískum hermönnum um þúsund í Mið-Austurlöndum vegna vaxandi spennu í heimshlutanum.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.