Segja Trump hafa samþykkt loftárásir á Íran en snúist hugur Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. júní 2019 07:45 Donald Trump fundaði með forsætisráðherra Kanada í gær. Á myndinni má sjá utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Mike Pompeo, sem hefur sagt að þjóð sín vilji forðast vopnuð átök við Íran. Við hlið hans er þjóðaröryggisráðgjafinn John Bolton, sem er einarður stuðningsmaður þess að Bandaríkin ráðist inn í Íran og velti stjórnvöldum í Teheran úr sessi. Getty/Alex Wong Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er í gær sagður hafa samþykkt loftárásir á Íran. Honum á hins vegar að hafa snúist hugur á meðan sprengjuflugvélarnar voru í loftinu og orrustuskip í stellingum til að gera árás, án þess þó að skotum væri hleypt af. New York Times greinir frá þessu og hefur eftir háttsettum embættismanni í Hvíta Húsinu, rétt eins og Washington Post. Viðmælendur miðlanna eru sagðir hafa farið fram á nafnleynd því þeir væru að tjá sig um viðkvæmt þjóðaröryggismál. Árásin átti að vera á fáein skotmörk, ratsjárstöðvar og eldflaugaskotpalla. Ekki liggur fyrir hvers vegna Trump á að hafa dregið ákvörðun sína til baka en Íranir skutu niður eftirlitsdróna Bandaríkjahers í gær og ætla má að loftárásirnar eigi að hafa verið svar við því. Forsetinn fundaði með leiðtogum flokkanna í báðum deildum bandaríska þingsins í gær, rétt eins og öryggisráðgjöfum sínum, en engin formleg yfirlýsing um næstu skref Bandaríkjanna í harðnandi deilum við Írani lá fyrir að fundahöldunum loknum. Ekkert hefur heldur heyrst frá stjórnvöldum í Teheran. Bandarísk flugmálayfirvöld sendu hins vegar út neyðartilkynningu á bandarísk flugfélög í gær þar sem þau eru vöruð við því að fljúga í gegnum íranska lofthelgi. Er það vegna aukinnar hættu á hernaðarátökum á svæðinu og pólitískrar ólgu, eins og það er orðað í tilkynningunni.Watch the latest video at foxnews.comFréttaflutningur af samþykktum loftárásum stangast á við yfirlýsingar Trumps við fjölmiðlamenn í gær. Þar lét hann í veðri vaka að bandaríski dróninn gæti að hafa verið skotinn niður án vitneskju íranskra stjórnvalda. Hann lýsti árásinni sem miklum mistökum og að hann tryði því varla að hún hafi verið framkvæmd af ásettu ráði. Aðspurður um hvort Bandaríkin myndu gera gagnárás sagði Trump „Við skulum sjá hvað gerist.“ Bandaríkjamenn hafa þó fleiri horn í síðu Írana. Þeir hafa til að mynda sakað stjórnvöld í Teheran um skemmdarverk á olíuflutningaskipum í Ómanflóa og ætla að fjölga í herliði sínu á svæðinu. Íranir segja Bandaríska drónann hafa vanvirt íranska lofthelgi og ætla að auka á byrgðir sínar af auðguðu úrani. Samskipti Bandaríkjanna og Írans hafa auk þess versnað til muna frá því Trump tók við embætti. Hann hefur rift kjarnorkusamningnum sem Íran gerði við Bandaríkin og önnur stórveldi er snerist um að Íran skyldi frysta kjarnorkuáætlun sína gegn afléttingu viðskiptaþvingana. Meðal annars vegna þess að Bandaríkin telja Íransstjórn fjármagna hryðjuverkasamtök. Í kjölfar riftunarinnar hafa Bandaríkin lagt á nýjar þvinganir. Hafa einnig skilgreint byltingarvarðsveit Írans sem hryðjuverkasamtök og hafa utanríkismálagreinendur vestanhafs velt fram þeirri spurningu hvort sambandinu sé viðbjargandi. Bandaríkin Donald Trump Íran Tengdar fréttir Eldfimt ástand eftir árásir á Ómanflóa Bandaríkin birtu myndband og segja tundurdufl hafa hæft olíuflutningaskip á Ómanflóa. Forstjóri skipafélagsins segir það ómögulegt. Írönum kennt um en þarlend stjórnvöld neita alfarið sök. Áhyggjum lýst af aukinni spennu. 15. júní 2019 07:15 Trump segir Írani hafa gert stór mistök með því að skjóta niður drónann Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að yfirvöld í Íran hafi gert stór mistök þegar eftirlitsdróni á vegum Bandaríkjahers var skotinn niður af íranska hernum á meðan hann var á flugi yfir Hormuz-sundi við Íran. 20. júní 2019 19:36 Varabirgðir Írana af auðguðu úrani fara yfir hámarksmagn innan 10 daga Íran hefur tilkynnt að þann 27. júní muni landið ná að fara yfir það hámarksmagn af auðguðu úrani í varabirgðum sínum, sem er tilgreint í kjarnorkusamningi sem ríkið skrifaði undir árið 2015 ásamt fleiri kjarnorkuríkjum. 17. júní 2019 11:01 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er í gær sagður hafa samþykkt loftárásir á Íran. Honum á hins vegar að hafa snúist hugur á meðan sprengjuflugvélarnar voru í loftinu og orrustuskip í stellingum til að gera árás, án þess þó að skotum væri hleypt af. New York Times greinir frá þessu og hefur eftir háttsettum embættismanni í Hvíta Húsinu, rétt eins og Washington Post. Viðmælendur miðlanna eru sagðir hafa farið fram á nafnleynd því þeir væru að tjá sig um viðkvæmt þjóðaröryggismál. Árásin átti að vera á fáein skotmörk, ratsjárstöðvar og eldflaugaskotpalla. Ekki liggur fyrir hvers vegna Trump á að hafa dregið ákvörðun sína til baka en Íranir skutu niður eftirlitsdróna Bandaríkjahers í gær og ætla má að loftárásirnar eigi að hafa verið svar við því. Forsetinn fundaði með leiðtogum flokkanna í báðum deildum bandaríska þingsins í gær, rétt eins og öryggisráðgjöfum sínum, en engin formleg yfirlýsing um næstu skref Bandaríkjanna í harðnandi deilum við Írani lá fyrir að fundahöldunum loknum. Ekkert hefur heldur heyrst frá stjórnvöldum í Teheran. Bandarísk flugmálayfirvöld sendu hins vegar út neyðartilkynningu á bandarísk flugfélög í gær þar sem þau eru vöruð við því að fljúga í gegnum íranska lofthelgi. Er það vegna aukinnar hættu á hernaðarátökum á svæðinu og pólitískrar ólgu, eins og það er orðað í tilkynningunni.Watch the latest video at foxnews.comFréttaflutningur af samþykktum loftárásum stangast á við yfirlýsingar Trumps við fjölmiðlamenn í gær. Þar lét hann í veðri vaka að bandaríski dróninn gæti að hafa verið skotinn niður án vitneskju íranskra stjórnvalda. Hann lýsti árásinni sem miklum mistökum og að hann tryði því varla að hún hafi verið framkvæmd af ásettu ráði. Aðspurður um hvort Bandaríkin myndu gera gagnárás sagði Trump „Við skulum sjá hvað gerist.“ Bandaríkjamenn hafa þó fleiri horn í síðu Írana. Þeir hafa til að mynda sakað stjórnvöld í Teheran um skemmdarverk á olíuflutningaskipum í Ómanflóa og ætla að fjölga í herliði sínu á svæðinu. Íranir segja Bandaríska drónann hafa vanvirt íranska lofthelgi og ætla að auka á byrgðir sínar af auðguðu úrani. Samskipti Bandaríkjanna og Írans hafa auk þess versnað til muna frá því Trump tók við embætti. Hann hefur rift kjarnorkusamningnum sem Íran gerði við Bandaríkin og önnur stórveldi er snerist um að Íran skyldi frysta kjarnorkuáætlun sína gegn afléttingu viðskiptaþvingana. Meðal annars vegna þess að Bandaríkin telja Íransstjórn fjármagna hryðjuverkasamtök. Í kjölfar riftunarinnar hafa Bandaríkin lagt á nýjar þvinganir. Hafa einnig skilgreint byltingarvarðsveit Írans sem hryðjuverkasamtök og hafa utanríkismálagreinendur vestanhafs velt fram þeirri spurningu hvort sambandinu sé viðbjargandi.
Bandaríkin Donald Trump Íran Tengdar fréttir Eldfimt ástand eftir árásir á Ómanflóa Bandaríkin birtu myndband og segja tundurdufl hafa hæft olíuflutningaskip á Ómanflóa. Forstjóri skipafélagsins segir það ómögulegt. Írönum kennt um en þarlend stjórnvöld neita alfarið sök. Áhyggjum lýst af aukinni spennu. 15. júní 2019 07:15 Trump segir Írani hafa gert stór mistök með því að skjóta niður drónann Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að yfirvöld í Íran hafi gert stór mistök þegar eftirlitsdróni á vegum Bandaríkjahers var skotinn niður af íranska hernum á meðan hann var á flugi yfir Hormuz-sundi við Íran. 20. júní 2019 19:36 Varabirgðir Írana af auðguðu úrani fara yfir hámarksmagn innan 10 daga Íran hefur tilkynnt að þann 27. júní muni landið ná að fara yfir það hámarksmagn af auðguðu úrani í varabirgðum sínum, sem er tilgreint í kjarnorkusamningi sem ríkið skrifaði undir árið 2015 ásamt fleiri kjarnorkuríkjum. 17. júní 2019 11:01 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Eldfimt ástand eftir árásir á Ómanflóa Bandaríkin birtu myndband og segja tundurdufl hafa hæft olíuflutningaskip á Ómanflóa. Forstjóri skipafélagsins segir það ómögulegt. Írönum kennt um en þarlend stjórnvöld neita alfarið sök. Áhyggjum lýst af aukinni spennu. 15. júní 2019 07:15
Trump segir Írani hafa gert stór mistök með því að skjóta niður drónann Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að yfirvöld í Íran hafi gert stór mistök þegar eftirlitsdróni á vegum Bandaríkjahers var skotinn niður af íranska hernum á meðan hann var á flugi yfir Hormuz-sundi við Íran. 20. júní 2019 19:36
Varabirgðir Írana af auðguðu úrani fara yfir hámarksmagn innan 10 daga Íran hefur tilkynnt að þann 27. júní muni landið ná að fara yfir það hámarksmagn af auðguðu úrani í varabirgðum sínum, sem er tilgreint í kjarnorkusamningi sem ríkið skrifaði undir árið 2015 ásamt fleiri kjarnorkuríkjum. 17. júní 2019 11:01