Enski boltinn

Gylfi í liði umferðarinnar hjá Shearer

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gylfi hefur komið með beinum hætti að 18 mörkum í ensku úrvalsdeildinni í vetur.
Gylfi hefur komið með beinum hætti að 18 mörkum í ensku úrvalsdeildinni í vetur. vísir/getty

Gylfi Þór Sigurðsson er í liði 35. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar hjá Alan Shearer, markahæsta leikmanni í sögu deildarinnar.

Gylfi skoraði eitt mark og lagði upp annað í 4-0 sigri Everton á Manchester United á sunnudaginn. Íslenski landsliðsmaðurinn hefur skorað 13 mörk í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og gefið fimm stoðsendingar.
Bakverðirnir í liði Shearers koma líka frá Everton; Seamus Coleman og Lucas Digne. Sá síðarnefndi skoraði þriðja mark Everton gegn United. Þá er Marco Silva, knattspyrnustjóri Everton, stjóri umferðarinnar að mati Shearers.

Manchester City og Newcastle United eiga tvo leikmenn hvort í liði Shearers. City-mennirnir Ederson og Bernando Silva eru fulltrúar City og Paul Dummett og Aoyze Pérez fulltrúar Newcastle. Sá síðastnefndi skoraði öll mörk Newcastle í 3-1 sigri á Southampton á heimavelli.

Þá eru Shane Duffy (Brighton), Georginio Wijnaldum (Liverpool), Gerard Deulofeu (Watford) og Wilfried Zaha (Crystal Palace) í liði Shearers.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.