Gylfi með mark og stoðsendingu í stórsigri Everton á United

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gylfi horfir á eftir boltanum í netið.
Gylfi horfir á eftir boltanum í netið. vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eitt mark og lagði upp annað þegar Everton kjöldró Manchester United, 4-0, í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Þetta var fimmta tap United á útivelli í röð en það hefur ekki gerst frá árinu 1981. Liðið hefur tapað sex af síðustu átta leikjum sínum í öllum keppnum.

Everton byrjaði leikinn af miklum krafti og komst yfir á 13. mínútu þegar Richarlison klippti boltann laglega í netið.

Fimmtán mínútum síðar skoraði Gylfi með góðu skoti fyrir utan vítateig. Þetta var hans þrettánda deildarmark á tímabilinu og fimmta mark hans gegn United á ferlinum. Staðan var 2-0 í hálfleik.

Á 56. mínútu jók vinstri bakvörðurinn Lucas Digne forystuna í 3-0. Og átta mínútum síðar stakk Gylfi boltanum inn á Theo Walcott sem skoraði fjórða og síðasta mark Everton. Þetta var fimmta stoðsending Gylfa í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Með sigrinum komst Everton upp í 7. sæti deildarinnar. Liðið hefur unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum.

United er hins vegar í 6. sætinu, tveimur stigum frá Meistaradeildarsæti.

Viðtal við Ole Gunnar Solskjær


Viðtal við Marco Silva


Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira