Enski boltinn

Gylfi í liði umferðarinnar ásamt þremur frá Liverpool og City

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi fagnar.
Gylfi fagnar. vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson er í liði vikunnar hjá knattspyrnuspekingnum Gareth Cooks en hann starfar hjá BBC.Hann valdi Hafnfirðinginn í lið sitt fyrir þessa helgina en Gylfi skoraði með frábæru langskoti og lagði svo upp mark fyrir Theo Walcott síðar í leiknum.Gylfi er ekki eini Everton-maðurinn sem kemst í liðið hjá Cooks og BBC en Seamus Coleman, hægri bakvörður og fyrirliði Everton, er einnig í liðinu.Grannarnir í Liverpool eiga þrjá leikmenn í liðinu eftir 2-0 sigur á Cardiff en það eru þeir Joel Matip, Virgil Van Dijk og Gini Wijnaldum.City er einnig með þrjá eftir sigur í toppslag og þau Watford, Newcastle og Crystal Palace eiga öll einn mann í fremstu víglínunni. Liðið má sjá hér að neðan.Lið umferðarinnar að mati BBC:

EdersonSeamus Coleman

Joel Matip

Virgil Van DijkDavid Silva

Gylfi Sigurðsson

Georginio Wijnaldum

Phil FodenGerard Deulofeu

Ayoze Perez

Wilfried Zaha


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.