Enski boltinn

Leikmaður Cleveland og Gylfi skiptust á treyjum eftir sigurinn á United

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi í baráttunni í gær.
Gylfi í baráttunni í gær. vísir/getty

Larry Nance Jr., leikmaður Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni, var á Goodison Park í gær er Everton vann 4-0 sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni.

Larry er 26 ára gamall miðherji sem gekk í raðir Cleveland fyrir síðustu leiktíð. Þar áður lék hann með Los Angeles Lakers í fjögur ár.

Gylfi Sigurðsson var í banastuði með Larry í stúkunni. Gylfi skoraði annað mark Everton og lagði upp það fjórða fyrir Theo Walcott. Upprúllun hjá Everton.

Gylfi birti í dag mynd af sér á Insagram ásamt Larry en þeir skiptust á treyjum eftir leikinn; Gylfi fékk treyju Cleveland með nafni Larry en Larry fékk Everton-treyju með nafni Gylfa.Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.