Enski boltinn

„Ef Gylfi er að leita að verðlaununum þá stal ég þeim“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi fagnar marki með Richarlison í gær.
Gylfi fagnar marki með Richarlison í gær. vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson átti frábæran leik er Everton rúllaði yfir Manchester United, 4-0, á heimavelli í ensku úvalsdeildinni í gær.

Gylfi skoraði eitt mark og lagði upp annað er Everton rúllaði yfir lærisveina Ole Gunnar Solskjær og var hann kosinn maður leiksins af ensku úrvalsdeildinni í leikslok.

Samherji Gylfa, Idrissa Gana Guaye, brá á leik eftir leikinn en hann stal verðlaunum sem Gylfi fékk og tók þau með sér heim.

„Ef Gylfi er að leita af verðlaununum þá má einhver segja honum að ég stal þeim. Góð frammistaða hjá liðinu í dag,“ skrifaði Gana á Instagram-síðu sína undir myndbandi af honum með viðurkenninguna.



 
 
 
View this post on Instagram
If @gylfisig23 is looking for his MOTM Award someone tell him I stole it . Good performance from the team today! #COYB

A post shared by Idrissa Gana Gueye (@iganagueye) on Apr 21, 2019 at 9:51am PDT





Létt yfir mannskapnum hjá Everton en liðið er í sjöunda sæti deildarinnar eftir sigra gegn Arsenal, Chelsea og Manchester United á undanförnum vikum.


Tengdar fréttir

Gylfi: Ég smellhitti boltann

Gylfi Þór Sigurðsson kom mikið við sögu í stórsigri Everton á Manchester United, 4-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×