Enski boltinn

Gylfi fyrstur Íslendinga til að koma að 100 mörkum í ensku úrvalsdeildinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gylfi sækir að Paul Pogba.
Gylfi sækir að Paul Pogba. vísir/getty
Eftir leik Everton og Manchester United á Goodison Park í dag hefur Gylfi Þór Sigurðsson komið með beinum hætti að 100 mörkum í ensku úrvalsdeildinni. 

Gylfi skoraði eitt mark og lagði upp annað í 4-0 sigri Everton á United í dag.

Hafnfirðingurinn hefur nú skorað 59 mörk og gefið 41 stoðsendingu í ensku úrvalsdeildinni frá því hann lék sinn fyrsta leik í henni árið 2012.

Gylfi hefur því komið með beinum hætti að 100 mörkum í ensku úrvalsdeildinni og er fyrsti Íslendingurinn til að afreka það. Hann hefur leikið 244 leiki í ensku úrvalsdeildinni með Swansea City, Tottenham og Everton.

Eiður Smári Guðjohnsen kom með beinum hætti að 83 mörkum í 214 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á sínum tíma. Hann skoraði 55 mörk og lagði upp 28.

Gylfi varð markahæsti Íslendingurinn í ensku úrvalsdeildinni þegar hann skoraði sitt 56. mark í 0-3 sigri á Cardiff City 26. febrúar.

Gylfi er kominn með 13 mörk og fimm stoðsendingar á tímabilinu. Hann er níundi markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í vetur.


Tengdar fréttir

Gylfi: Ég smellhitti boltann

Gylfi Þór Sigurðsson kom mikið við sögu í stórsigri Everton á Manchester United, 4-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×