Enski boltinn

Gylfi fyrstur Íslendinga til að koma að 100 mörkum í ensku úrvalsdeildinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gylfi sækir að Paul Pogba.
Gylfi sækir að Paul Pogba. vísir/getty

Eftir leik Everton og Manchester United á Goodison Park í dag hefur Gylfi Þór Sigurðsson komið með beinum hætti að 100 mörkum í ensku úrvalsdeildinni. 

Gylfi skoraði eitt mark og lagði upp annað í 4-0 sigri Everton á United í dag.

Hafnfirðingurinn hefur nú skorað 59 mörk og gefið 41 stoðsendingu í ensku úrvalsdeildinni frá því hann lék sinn fyrsta leik í henni árið 2012.

Gylfi hefur því komið með beinum hætti að 100 mörkum í ensku úrvalsdeildinni og er fyrsti Íslendingurinn til að afreka það. Hann hefur leikið 244 leiki í ensku úrvalsdeildinni með Swansea City, Tottenham og Everton.

Eiður Smári Guðjohnsen kom með beinum hætti að 83 mörkum í 214 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á sínum tíma. Hann skoraði 55 mörk og lagði upp 28.

Gylfi varð markahæsti Íslendingurinn í ensku úrvalsdeildinni þegar hann skoraði sitt 56. mark í 0-3 sigri á Cardiff City 26. febrúar.

Gylfi er kominn með 13 mörk og fimm stoðsendingar á tímabilinu. Hann er níundi markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í vetur.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.