Enski boltinn

Gylfi: Ég smellhitti boltann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gylfi skýlir boltanum frá Nemanja Matic.
Gylfi skýlir boltanum frá Nemanja Matic. vísir/getty

Gylfi Þór Sigurðsson var að vonum í skýjunum eftir 4-0 sigur Everton á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag. Gylfi skoraði eitt mark og lagði upp annað í leiknum.

„Fyrsta markið skipti öllu. Eftir það vörðumst við vel og það var mikilvægt að skora annað markið. Það gaf okkur aukna trú og við stjórnuðum leiknum eftir það,“ sagði Gylfi við Sky Sports eftir leik.

Richarlison kom Everton yfir á 13. mínútu. Stundarfjórðungi síðar lét Gylfi vaða fyrir utan vítateig og boltinn söng í netinu. Þetta var hans þrettánda deildarmark á tímabilinu og hans fimmta gegn United á ferlinum.

„Ég áttaði mig ekki á því hversu langt ég var frá markinu. Ég smellhitti boltann. Blautt grasið gerði markverðinum líka erfitt fyrir,“ sagði Gylfi um markið fallega.

Lucas Digne og Theo Walcott bættu svo við mörkum fyrir Everton í seinni hálfleik. Gylfi lagði upp mark þess síðarnefnda.

Eftir gott gengi að undanförnu er Everton komið upp í 7. sæti deildarinnar.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.