Viðræðurnar árangurslausar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. júní 2019 08:30 Abbas Araqhchi. Nordicphotos/AFP Viðræður gærdagsins í Vín gerðu lítið til að slá á áhyggjur Íransstjórnar og stefnir því enn í að ríkið fari fram úr þeim takmörkum sem sett voru á söfnun auðgaðs úrans með gerð JCPOA-kjarnorkusamningsins árið 2015. Fulltrúar Írans hittu fulltrúa Breta, Þjóðverja, Frakka, Rússa, Kínverja og ESB í austurrísku höfuðborginni í gær til að ræða stöðu mála. Íransstjórn hafði áður sagst ætla að hætta að framfylgja samningnum vegna þeirra nýju þvingana sem Bandaríkin lögðu gegn ríkinu eftir að Donald Trump forseti rifti samningnum af hálfu ríkis síns. Að því er Reuters hafði eftir Abbas Araqchi, varautanríkisráðherra Írans og sendiboða Írana á fundinum, voru viðræðurnar skref í rétta átt en undir væntingum Íransstjórnar. Það væri undir yfirmönnum hans komið hvort hætt verði að framfylgja samningnum og sagði hann ólíklegt að viðræðurnar hefðu gert nokkuð til að telja þeim trú um að halda í plaggið. „Ákvörðunin um að draga úr skuldbindingum okkar hefur nú þegar verið tekin og við munum halda áfram á þeirri leið þangað til komið er til móts við okkur. Ég held að árangurinn hér í dag sé ónógur til þess að stöðva þetta ferli en ákvörðunin verður tekin í Teheran,“ sagði Araqchi enn fremur. Austurríki Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Íran Tengdar fréttir Íranskur hershöfðingi varar við afleiðingum þess ef til stríðs kæmi Hann sagði jafnframt að ríkisstjórn Trumps ætti að haga sér með ábyrgum hætti. 23. júní 2019 12:43 Trump varar Íran við gjöreyðingu ef til stríðs kemur Spenna milli ríkjanna hefur farið stigvaxandi undanfarið. 22. júní 2019 13:27 Segja Trump hafa samþykkt loftárásir á Íran en snúist hugur Árásin átti að vera á fáein skotmörk, ratsjárstöðvar og eldflaugaskotpalla. 21. júní 2019 07:45 Trump segir að öllum árásum verði svarað af fullum krafti Forseti Írans segir Bandaríkjaforseta stríða við þroskahömlun eftir tilkynningu um nýjar þvinganir. Sá bandaríski segir yfirlýsinguna móðgandi og segir að hverri árás á bandarískt skotmark verði svarað af fullum krafti, í sumum tilfellum af gjöreyðingarmætti. 26. júní 2019 07:30 Útlit fyrir að Íran brjóti gegn samningnum Ef fram heldur sem horfir mun Íran gerast brotlegt við ákvæði JCPOA-kjarnorkusamningsins innan fáeinna daga og eiga meira auðgað úran en samningurinn heimilar. Þetta hafði Reuters eftir erindrekum sem vitnuðu til gagna rannsakenda á vegum Sameinuðu þjóðanna. 28. júní 2019 06:30 Íranir segja Hvíta húsið „andlega fatlað“ vegna refsiaðgerðanna Forseti Írans segir Bandaríkjastjórn loka varanlega á viðræður með því að beita utanríkisráðherrann persónulega refsiaðgerðum. 25. júní 2019 10:49 Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Sjá meira
Viðræður gærdagsins í Vín gerðu lítið til að slá á áhyggjur Íransstjórnar og stefnir því enn í að ríkið fari fram úr þeim takmörkum sem sett voru á söfnun auðgaðs úrans með gerð JCPOA-kjarnorkusamningsins árið 2015. Fulltrúar Írans hittu fulltrúa Breta, Þjóðverja, Frakka, Rússa, Kínverja og ESB í austurrísku höfuðborginni í gær til að ræða stöðu mála. Íransstjórn hafði áður sagst ætla að hætta að framfylgja samningnum vegna þeirra nýju þvingana sem Bandaríkin lögðu gegn ríkinu eftir að Donald Trump forseti rifti samningnum af hálfu ríkis síns. Að því er Reuters hafði eftir Abbas Araqchi, varautanríkisráðherra Írans og sendiboða Írana á fundinum, voru viðræðurnar skref í rétta átt en undir væntingum Íransstjórnar. Það væri undir yfirmönnum hans komið hvort hætt verði að framfylgja samningnum og sagði hann ólíklegt að viðræðurnar hefðu gert nokkuð til að telja þeim trú um að halda í plaggið. „Ákvörðunin um að draga úr skuldbindingum okkar hefur nú þegar verið tekin og við munum halda áfram á þeirri leið þangað til komið er til móts við okkur. Ég held að árangurinn hér í dag sé ónógur til þess að stöðva þetta ferli en ákvörðunin verður tekin í Teheran,“ sagði Araqchi enn fremur.
Austurríki Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Íran Tengdar fréttir Íranskur hershöfðingi varar við afleiðingum þess ef til stríðs kæmi Hann sagði jafnframt að ríkisstjórn Trumps ætti að haga sér með ábyrgum hætti. 23. júní 2019 12:43 Trump varar Íran við gjöreyðingu ef til stríðs kemur Spenna milli ríkjanna hefur farið stigvaxandi undanfarið. 22. júní 2019 13:27 Segja Trump hafa samþykkt loftárásir á Íran en snúist hugur Árásin átti að vera á fáein skotmörk, ratsjárstöðvar og eldflaugaskotpalla. 21. júní 2019 07:45 Trump segir að öllum árásum verði svarað af fullum krafti Forseti Írans segir Bandaríkjaforseta stríða við þroskahömlun eftir tilkynningu um nýjar þvinganir. Sá bandaríski segir yfirlýsinguna móðgandi og segir að hverri árás á bandarískt skotmark verði svarað af fullum krafti, í sumum tilfellum af gjöreyðingarmætti. 26. júní 2019 07:30 Útlit fyrir að Íran brjóti gegn samningnum Ef fram heldur sem horfir mun Íran gerast brotlegt við ákvæði JCPOA-kjarnorkusamningsins innan fáeinna daga og eiga meira auðgað úran en samningurinn heimilar. Þetta hafði Reuters eftir erindrekum sem vitnuðu til gagna rannsakenda á vegum Sameinuðu þjóðanna. 28. júní 2019 06:30 Íranir segja Hvíta húsið „andlega fatlað“ vegna refsiaðgerðanna Forseti Írans segir Bandaríkjastjórn loka varanlega á viðræður með því að beita utanríkisráðherrann persónulega refsiaðgerðum. 25. júní 2019 10:49 Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Sjá meira
Íranskur hershöfðingi varar við afleiðingum þess ef til stríðs kæmi Hann sagði jafnframt að ríkisstjórn Trumps ætti að haga sér með ábyrgum hætti. 23. júní 2019 12:43
Trump varar Íran við gjöreyðingu ef til stríðs kemur Spenna milli ríkjanna hefur farið stigvaxandi undanfarið. 22. júní 2019 13:27
Segja Trump hafa samþykkt loftárásir á Íran en snúist hugur Árásin átti að vera á fáein skotmörk, ratsjárstöðvar og eldflaugaskotpalla. 21. júní 2019 07:45
Trump segir að öllum árásum verði svarað af fullum krafti Forseti Írans segir Bandaríkjaforseta stríða við þroskahömlun eftir tilkynningu um nýjar þvinganir. Sá bandaríski segir yfirlýsinguna móðgandi og segir að hverri árás á bandarískt skotmark verði svarað af fullum krafti, í sumum tilfellum af gjöreyðingarmætti. 26. júní 2019 07:30
Útlit fyrir að Íran brjóti gegn samningnum Ef fram heldur sem horfir mun Íran gerast brotlegt við ákvæði JCPOA-kjarnorkusamningsins innan fáeinna daga og eiga meira auðgað úran en samningurinn heimilar. Þetta hafði Reuters eftir erindrekum sem vitnuðu til gagna rannsakenda á vegum Sameinuðu þjóðanna. 28. júní 2019 06:30
Íranir segja Hvíta húsið „andlega fatlað“ vegna refsiaðgerðanna Forseti Írans segir Bandaríkjastjórn loka varanlega á viðræður með því að beita utanríkisráðherrann persónulega refsiaðgerðum. 25. júní 2019 10:49