Erlent

Útlit fyrir að Íran brjóti gegn samningnum

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Hassan Rouhani, forseti Írans.
Hassan Rouhani, forseti Írans. Nordicphotos/AFP
Ef fram heldur sem horfir mun Íran gerast brotlegt við ákvæði JCPOA-kjarnorkusamningsins innan fáeinna daga og eiga meira auðgað úran en samningurinn heimilar. Þetta hafði Reuters eftir erindrekum sem vitnuðu til gagna rannsakenda á vegum Sameinuðu þjóðanna.

„Þau eru ekki enn komin upp fyrir takmarkið. En það gerist líklega um helgina, ef það gerist,“ hafði Reuters eftir ónefndum heimildarmanni innan höfuðstöðva Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar í Vín.

Kína, Frakkland, Þýskaland, ESB, Íran, Rússland, Bretland og Bandaríkin gerðu samninginn árið 2015 en hann gekk í meginatriðum út á að aflétta viðskiptaþvingunum gegn Íran og að á móti myndi ríkið frysta kjarnorkuáætlun sína. Bandaríkin drógu sig út úr samningnum í maí á síðasta ári og ári síðar sagðist Íransstjórn ætla að hætta að framfylgja plagginu nema hin ríkin vernduðu íranskt hagkerfi gegn nýjum bandarískum þvingunum.

Bandaríkin og Íran eiga nú í erfiðum deilum og er ekkert útlit fyrir að Bandaríkjamenn taki aftur upp samninginn. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagðist í gær vilja sannfæra Donald Trump Bandaríkjaforseta um að það væri fyrir bestu að hefja viðræðuferlið á ný, aflétta ákveðnum þvingunum og þannig gefa viðræðum séns. Forsetarnir munu funda saman á G20-fundinum sem hefst í Japan í dag.




Tengdar fréttir

Trump segir að öllum árásum verði svarað af fullum krafti

Forseti Írans segir Bandaríkjaforseta stríða við þroskahömlun eftir tilkynningu um nýjar þvinganir. Sá bandaríski segir yfirlýsinguna móðgandi og segir að hverri árás á bandarískt skotmark verði svarað af fullum krafti, í sumum tilfellum af gjöreyðingarmætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×