Erlent

Íranskur hers­höfðingi varar við af­leiðingum þess ef til stríðs kæmi

Eiður Þór Árnason skrifar
Íran hefur viðurkennt að hafa skotið niður mannlausan dróna bandaríska hersins.
Íran hefur viðurkennt að hafa skotið niður mannlausan dróna bandaríska hersins. AP
Hershöfðingi í íranska hernum varar Bandaríkjamenn við því að stríð milli ríkjanna myndi koma heimshlutanum úr jafnvægi, hafa óútreiknaðar afleiðingar og leggja líf bandarískra hermanna í hættu. Fréttastofa AP greinir frá þessu.Þetta var haft eftir hershöfðingjanum Gholamali Rashid í samtali við írönsku Fars-fréttastofuna. Þar lét hann einnig hafa það eftir sér að ríkisstjórn Trumps ætti að haga sér með ábyrgum hætti ef hún vildi vernda líf bandarísks herafla.Ómögulegt yrði að hafa hemil á umfangi eða tímalengd átaka ef til stríðs kæmi. Kenndi hann „íhlutunarstefnu Bandaríkjastjórnar“ jafnframt um stigvaxandi spennu milli ríkjanna tveggja.Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig nýlega um það að hann vilji ekki fara í stríð við Íran.


Tengdar fréttir

Gerðu tölvuárás á vopnakerfi íranska hersins

Bandaríkin gerðu tölvuárás á vopnakerfi Íran á fimmtudaginn í síðustu viku eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hætti við loftárásir á landið á síðustu stundu. Tölvuárásin lamaði tölvukerfi sem stýra eldflaugavarnakerfi Írans.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.