Trump segir að öllum árásum verði svarað af fullum krafti Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. júní 2019 07:30 Trump undirritaði tilskipun um nýjar þvinganir fyrr í vikunni. Nordicphotos/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á Twitter í gær að öllum írönskum árásum gegn bandarískum skotmörkum yrði svarað af fullum krafti. „Í sumum tilfellum verður um gjöreyðingu að ræða,“ tísti forsetinn. Sá bandaríski var að ræða um sjónvarpsávarp Hassans Rouhani, forseta Írans, sem birt var í gær. Þar svaraði Rouhani ákvörðun Trump-stjórnarinnar frá því á mánudag er Bandaríkjaforseti undirritaði enn frekari viðskiptaþvinganir gegn Íran. Þvinganirnar beinast einna helst gegn írönskum stjórnmálamönnum, meðal annars æðstaklerknum Ali Khamenei. „Gjörðir Hvíta hússins [bandaríska forsetaembættisins] sýna fram á að það stríðir við þroskahömlun,“ sagði Rouhani. Hann sagði aukinheldur að þvinganirnar væru tilgangslausar og að ákvörðunin þýddi að samningsvilji Bandaríkjanna væri einungis sýndarmennska. John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, sagði um hinar nýju þvinganir að þær myndu gera það að verkum að annaðhvort áttuðu Íranar sig á stöðunni eða frekari þvingana væri þörf. „Það verður, held ég, samspil þvingana og annars konar aðgerða sem fær Íran að borðinu.“Hassan Rouhani, forseti Írans, sagði að bandaríska forsetaembættið stríddi við þroskahömlun.Nordicphotos/AFPAbbas Mousavi, upplýsingafulltrúi íranska utanríkisráðuneytisins, var á sama máli og forsetinn. Sagði þvinganirnar gegn Khamenei gagnslausar og að þær kæmu í veg fyrir viðræður. „Övæntingarfull ríkisstjórn Trumps eyðileggur nú viðurkennda öryggisventla alþjóðasamfélagsins.“ En aftur að tístum bandaríska forsetans. Auk þess að ræða um gjöreyðingu skotmarka í Íran sagði hann að yfirlýsing Rouhanis sýndi fram á að Íransstjórn væri úr öllu sambandi við raunveruleikann. „Stjórnvöld í Íran skilja ekki hugtök á borð við kurteisi eða samkennd og hafa aldrei gert. Því miður skilja þau styrk og mátt. Bandaríkin eru langöflugasta hernaðarveldi heims og hafa varið 1,5 billjónum dala í varnarmál undanfarin tvö ár,“ tísti forsetinn og bætti við: „Hin frábæra íranska þjóð þjáist nú að tilgangslausu. Leiðtogar hennar verja öllu sínu fé í hryðjuverkastarfsemi og fátt annað. Bandaríkin hafa ekki gleymt því að Íran hefur beitt sprengjum sem hafa deytt 2.000 Bandaríkjamenn og sært fjölda til viðbótar.“ Samband Írans og Bandaríkjanna hefur versnað stöðugt frá því að Trump tók við embætti og rifti kjarnorkusamningi Írans, Bandaríkjanna, Kína, Frakklands, Þýskalands, ESB, Rússlands og Bretlands (JCPOA). Samningurinn gekk út á afléttingu þvingana gegn því að Íran frysti kjarnorkuáætlun sína en eftir riftunina setti Trump-stjórnin á þvinganir á ný. Önnur aðildarríki hafa reynt að halda í samninginn en í maí sagði Rouhani að Íran myndi hætta að framfylgja plagginu nema hin ríkin vernduðu Íran gegn þeim bandarísku þvingunum sem hafa stórskaðað íranskt hagkerfi. Deilan hefur svo harðnað til muna í júnímánuði. Bandaríkin kenndu Íran um árásir á olíuflutningaskip á Ómanflóa nærri Hormuz-sundi en Íranar neita sök. Í síðustu viku skutu Íranar svo niður bandarískan dróna en ríkin deila um hvort hann hafi verið innan eða utan íranskrar lofthelgi. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Íran Tengdar fréttir Íranskur hershöfðingi varar við afleiðingum þess ef til stríðs kæmi Hann sagði jafnframt að ríkisstjórn Trumps ætti að haga sér með ábyrgum hætti. 23. júní 2019 12:43 Íranir segja Hvíta húsið „andlega fatlað“ vegna refsiaðgerðanna Forseti Írans segir Bandaríkjastjórn loka varanlega á viðræður með því að beita utanríkisráðherrann persónulega refsiaðgerðum. 25. júní 2019 10:49 Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á Twitter í gær að öllum írönskum árásum gegn bandarískum skotmörkum yrði svarað af fullum krafti. „Í sumum tilfellum verður um gjöreyðingu að ræða,“ tísti forsetinn. Sá bandaríski var að ræða um sjónvarpsávarp Hassans Rouhani, forseta Írans, sem birt var í gær. Þar svaraði Rouhani ákvörðun Trump-stjórnarinnar frá því á mánudag er Bandaríkjaforseti undirritaði enn frekari viðskiptaþvinganir gegn Íran. Þvinganirnar beinast einna helst gegn írönskum stjórnmálamönnum, meðal annars æðstaklerknum Ali Khamenei. „Gjörðir Hvíta hússins [bandaríska forsetaembættisins] sýna fram á að það stríðir við þroskahömlun,“ sagði Rouhani. Hann sagði aukinheldur að þvinganirnar væru tilgangslausar og að ákvörðunin þýddi að samningsvilji Bandaríkjanna væri einungis sýndarmennska. John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, sagði um hinar nýju þvinganir að þær myndu gera það að verkum að annaðhvort áttuðu Íranar sig á stöðunni eða frekari þvingana væri þörf. „Það verður, held ég, samspil þvingana og annars konar aðgerða sem fær Íran að borðinu.“Hassan Rouhani, forseti Írans, sagði að bandaríska forsetaembættið stríddi við þroskahömlun.Nordicphotos/AFPAbbas Mousavi, upplýsingafulltrúi íranska utanríkisráðuneytisins, var á sama máli og forsetinn. Sagði þvinganirnar gegn Khamenei gagnslausar og að þær kæmu í veg fyrir viðræður. „Övæntingarfull ríkisstjórn Trumps eyðileggur nú viðurkennda öryggisventla alþjóðasamfélagsins.“ En aftur að tístum bandaríska forsetans. Auk þess að ræða um gjöreyðingu skotmarka í Íran sagði hann að yfirlýsing Rouhanis sýndi fram á að Íransstjórn væri úr öllu sambandi við raunveruleikann. „Stjórnvöld í Íran skilja ekki hugtök á borð við kurteisi eða samkennd og hafa aldrei gert. Því miður skilja þau styrk og mátt. Bandaríkin eru langöflugasta hernaðarveldi heims og hafa varið 1,5 billjónum dala í varnarmál undanfarin tvö ár,“ tísti forsetinn og bætti við: „Hin frábæra íranska þjóð þjáist nú að tilgangslausu. Leiðtogar hennar verja öllu sínu fé í hryðjuverkastarfsemi og fátt annað. Bandaríkin hafa ekki gleymt því að Íran hefur beitt sprengjum sem hafa deytt 2.000 Bandaríkjamenn og sært fjölda til viðbótar.“ Samband Írans og Bandaríkjanna hefur versnað stöðugt frá því að Trump tók við embætti og rifti kjarnorkusamningi Írans, Bandaríkjanna, Kína, Frakklands, Þýskalands, ESB, Rússlands og Bretlands (JCPOA). Samningurinn gekk út á afléttingu þvingana gegn því að Íran frysti kjarnorkuáætlun sína en eftir riftunina setti Trump-stjórnin á þvinganir á ný. Önnur aðildarríki hafa reynt að halda í samninginn en í maí sagði Rouhani að Íran myndi hætta að framfylgja plagginu nema hin ríkin vernduðu Íran gegn þeim bandarísku þvingunum sem hafa stórskaðað íranskt hagkerfi. Deilan hefur svo harðnað til muna í júnímánuði. Bandaríkin kenndu Íran um árásir á olíuflutningaskip á Ómanflóa nærri Hormuz-sundi en Íranar neita sök. Í síðustu viku skutu Íranar svo niður bandarískan dróna en ríkin deila um hvort hann hafi verið innan eða utan íranskrar lofthelgi.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Íran Tengdar fréttir Íranskur hershöfðingi varar við afleiðingum þess ef til stríðs kæmi Hann sagði jafnframt að ríkisstjórn Trumps ætti að haga sér með ábyrgum hætti. 23. júní 2019 12:43 Íranir segja Hvíta húsið „andlega fatlað“ vegna refsiaðgerðanna Forseti Írans segir Bandaríkjastjórn loka varanlega á viðræður með því að beita utanríkisráðherrann persónulega refsiaðgerðum. 25. júní 2019 10:49 Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Sjá meira
Íranskur hershöfðingi varar við afleiðingum þess ef til stríðs kæmi Hann sagði jafnframt að ríkisstjórn Trumps ætti að haga sér með ábyrgum hætti. 23. júní 2019 12:43
Íranir segja Hvíta húsið „andlega fatlað“ vegna refsiaðgerðanna Forseti Írans segir Bandaríkjastjórn loka varanlega á viðræður með því að beita utanríkisráðherrann persónulega refsiaðgerðum. 25. júní 2019 10:49