Allt annar blær yfir Liverpool Kristinn Páll Teitsson skrifar 27. ágúst 2018 07:00 Leikmenn Liverpool fagna í gær fréttablaðið/getety Það er annar bragur yfir liði Liverpool þessa dagana sem er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir. Liðið hefur ekki átt sína bestu daga í síðustu tveimur leikjum gegn Crystal Palace og Brighton en gert nóg til að landa sigrinum. Markatalan er frábær, sjö mörk skoruð og Alisson Becker, brasilíski markvörðurinn sem félagið sótti frá Roma í sumar á enn eftir að ná í boltann í eigið net. Lið sem ætla að berjast um titla þurfa að kunna að vinna leiki þótt spilamennskan sé ekki upp á marka fiska. Eina mark leiksins skoraði Mohamed Salah, hans annað mark í sumar og 29. markið hans í jafn mörgum leikjum á Anfield eftir vistaskiptin yfir til Bítlaborgarinnar síðasta sumar. Allir leikmenn sóknarþríeykisins, Salah, Roberto Firmino og Sadio Mane komu við sögu í markinu en þeir áttu annars nokkuð rólegan dag. Í ljósi þess þurfti varnarlína Liverpool að standa vakt sína vel og standast pressuna við að verja eins marks forskot. Margoft hefur Liverpool bognað undan slíkri pressu undanfarin ár en þeim tókst að halda út.Hollenski kletturinn Það vakti mikla athygli þegar Liverpool greiddi metfé fyrir varnarmann í ársbyrjun til að sækja hollenska miðvörðinn Virgil Van Dijk. Klopp var lengi búinn að vera að eltast við Van Dijk en Southampton hótaði að kæra Liverpool fyrir að hafa ólöglega samband við leikmann og lauk þar með viðræðum. Hálfu ári síðar sóttist Liverpool eftir honum á ný og komst að samkomulagi um verðmiða sem ekki þekktist áður fyrir miðvörð, 75 milljónir punda. Sigurmark í nágrannaslagnum gegn Everton í fyrsta leik skyggði á ryðgaðar frammistöður næstu vikurnar en eftir að hann komst í sitt besta stand hefur hann fært varnarleik Liverpool upp á hærra plan. Hefur Liverpool eftir þennan leik haldið hreinu í alls sjö leikjum í röð en engu liði hefur tekist að skora á Anfield í ensku úrvalsdeildinni frá því í lok febrúar. Hefur Liverpool ekki haldið hreinu í sjö leikjum í röð á heimavelli síðan 2007 undir stjórn Rafa Benitez. „Það er ekki hægt að setja út á það að vera með níu stig eftir þrjá leiki né að hafa haldið hreinu í öllum þeirra. Við höfum bætt varnarleikinn verulega, bæði undir lok síðasta tímabils og í byrjun þessa tímabils," sagði Klopp eftir leikinn um helgina. Fyrir aftan hann hefur Alisson verið sannfærandi í fyrstu leikjum liðsins, eitthvað sem stuðningsmenn og leikmenn liðsins þurftu á að halda eftir glapræði Loris Karius í Kænugarði í vor. Hefur hann sýnt að hann er með frábæra spyrnutækni og hefur verið til staðar þegar Liverpool þurfti á honum að halda. Klopp mun eflaust ræða við hann um að vera duglegri að hreinsa í neyð eftir að hann slapp með skrekkinn tvívegis um helgina en sýndi að hann er afar leikinn með boltann. „Ég hef engan áhuga á að ræða verðmiðann á Alisson, við vorum vissir umað þetta væri rétti leikmaðurinn og hann sýndi á köflum hvað hann er góður fótboltamaður. Allt liðið er að öðlast meira sjálfstraust með hann í markinu á sama tíma og hann öðlast sjálfraust. Þetta er á réttri leið," sagði Klopp kampakátur um markvörð sinn. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Tengdar fréttir Salah með sigurmark Liverpool gegn Brighton Mohamed Salah skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Liverpool á Brighton á Anfield í kvöld. 25. ágúst 2018 18:15 Sérstakur innkastssérfræðingur ráðinn til Liverpool Liverpool ætlar sér að veita Manchester City samkeppni um Englandsmeistaratitilinn í vetur. Liðið hefur enn ekki fengið á sig mark og allt er í blóma í rauða hluta borgarinnar. 26. ágúst 2018 12:30 Sjáðu öll mörkin, rauðu spjöldin og dramatíkina í enska í gær Það voru fjórtán mörk skoruð í sex leikjum í ensku úrvalsdeildinni í gær. Mark skorað með hendinni, sjálfsmark og sigurmark Mohamed Salah. 26. ágúst 2018 10:30 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Það er annar bragur yfir liði Liverpool þessa dagana sem er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir. Liðið hefur ekki átt sína bestu daga í síðustu tveimur leikjum gegn Crystal Palace og Brighton en gert nóg til að landa sigrinum. Markatalan er frábær, sjö mörk skoruð og Alisson Becker, brasilíski markvörðurinn sem félagið sótti frá Roma í sumar á enn eftir að ná í boltann í eigið net. Lið sem ætla að berjast um titla þurfa að kunna að vinna leiki þótt spilamennskan sé ekki upp á marka fiska. Eina mark leiksins skoraði Mohamed Salah, hans annað mark í sumar og 29. markið hans í jafn mörgum leikjum á Anfield eftir vistaskiptin yfir til Bítlaborgarinnar síðasta sumar. Allir leikmenn sóknarþríeykisins, Salah, Roberto Firmino og Sadio Mane komu við sögu í markinu en þeir áttu annars nokkuð rólegan dag. Í ljósi þess þurfti varnarlína Liverpool að standa vakt sína vel og standast pressuna við að verja eins marks forskot. Margoft hefur Liverpool bognað undan slíkri pressu undanfarin ár en þeim tókst að halda út.Hollenski kletturinn Það vakti mikla athygli þegar Liverpool greiddi metfé fyrir varnarmann í ársbyrjun til að sækja hollenska miðvörðinn Virgil Van Dijk. Klopp var lengi búinn að vera að eltast við Van Dijk en Southampton hótaði að kæra Liverpool fyrir að hafa ólöglega samband við leikmann og lauk þar með viðræðum. Hálfu ári síðar sóttist Liverpool eftir honum á ný og komst að samkomulagi um verðmiða sem ekki þekktist áður fyrir miðvörð, 75 milljónir punda. Sigurmark í nágrannaslagnum gegn Everton í fyrsta leik skyggði á ryðgaðar frammistöður næstu vikurnar en eftir að hann komst í sitt besta stand hefur hann fært varnarleik Liverpool upp á hærra plan. Hefur Liverpool eftir þennan leik haldið hreinu í alls sjö leikjum í röð en engu liði hefur tekist að skora á Anfield í ensku úrvalsdeildinni frá því í lok febrúar. Hefur Liverpool ekki haldið hreinu í sjö leikjum í röð á heimavelli síðan 2007 undir stjórn Rafa Benitez. „Það er ekki hægt að setja út á það að vera með níu stig eftir þrjá leiki né að hafa haldið hreinu í öllum þeirra. Við höfum bætt varnarleikinn verulega, bæði undir lok síðasta tímabils og í byrjun þessa tímabils," sagði Klopp eftir leikinn um helgina. Fyrir aftan hann hefur Alisson verið sannfærandi í fyrstu leikjum liðsins, eitthvað sem stuðningsmenn og leikmenn liðsins þurftu á að halda eftir glapræði Loris Karius í Kænugarði í vor. Hefur hann sýnt að hann er með frábæra spyrnutækni og hefur verið til staðar þegar Liverpool þurfti á honum að halda. Klopp mun eflaust ræða við hann um að vera duglegri að hreinsa í neyð eftir að hann slapp með skrekkinn tvívegis um helgina en sýndi að hann er afar leikinn með boltann. „Ég hef engan áhuga á að ræða verðmiðann á Alisson, við vorum vissir umað þetta væri rétti leikmaðurinn og hann sýndi á köflum hvað hann er góður fótboltamaður. Allt liðið er að öðlast meira sjálfstraust með hann í markinu á sama tíma og hann öðlast sjálfraust. Þetta er á réttri leið," sagði Klopp kampakátur um markvörð sinn.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Tengdar fréttir Salah með sigurmark Liverpool gegn Brighton Mohamed Salah skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Liverpool á Brighton á Anfield í kvöld. 25. ágúst 2018 18:15 Sérstakur innkastssérfræðingur ráðinn til Liverpool Liverpool ætlar sér að veita Manchester City samkeppni um Englandsmeistaratitilinn í vetur. Liðið hefur enn ekki fengið á sig mark og allt er í blóma í rauða hluta borgarinnar. 26. ágúst 2018 12:30 Sjáðu öll mörkin, rauðu spjöldin og dramatíkina í enska í gær Það voru fjórtán mörk skoruð í sex leikjum í ensku úrvalsdeildinni í gær. Mark skorað með hendinni, sjálfsmark og sigurmark Mohamed Salah. 26. ágúst 2018 10:30 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Salah með sigurmark Liverpool gegn Brighton Mohamed Salah skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Liverpool á Brighton á Anfield í kvöld. 25. ágúst 2018 18:15
Sérstakur innkastssérfræðingur ráðinn til Liverpool Liverpool ætlar sér að veita Manchester City samkeppni um Englandsmeistaratitilinn í vetur. Liðið hefur enn ekki fengið á sig mark og allt er í blóma í rauða hluta borgarinnar. 26. ágúst 2018 12:30
Sjáðu öll mörkin, rauðu spjöldin og dramatíkina í enska í gær Það voru fjórtán mörk skoruð í sex leikjum í ensku úrvalsdeildinni í gær. Mark skorað með hendinni, sjálfsmark og sigurmark Mohamed Salah. 26. ágúst 2018 10:30