Allt annar blær yfir Liverpool Kristinn Páll Teitsson skrifar 27. ágúst 2018 07:00 Leikmenn Liverpool fagna í gær fréttablaðið/getety Það er annar bragur yfir liði Liverpool þessa dagana sem er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir. Liðið hefur ekki átt sína bestu daga í síðustu tveimur leikjum gegn Crystal Palace og Brighton en gert nóg til að landa sigrinum. Markatalan er frábær, sjö mörk skoruð og Alisson Becker, brasilíski markvörðurinn sem félagið sótti frá Roma í sumar á enn eftir að ná í boltann í eigið net. Lið sem ætla að berjast um titla þurfa að kunna að vinna leiki þótt spilamennskan sé ekki upp á marka fiska. Eina mark leiksins skoraði Mohamed Salah, hans annað mark í sumar og 29. markið hans í jafn mörgum leikjum á Anfield eftir vistaskiptin yfir til Bítlaborgarinnar síðasta sumar. Allir leikmenn sóknarþríeykisins, Salah, Roberto Firmino og Sadio Mane komu við sögu í markinu en þeir áttu annars nokkuð rólegan dag. Í ljósi þess þurfti varnarlína Liverpool að standa vakt sína vel og standast pressuna við að verja eins marks forskot. Margoft hefur Liverpool bognað undan slíkri pressu undanfarin ár en þeim tókst að halda út.Hollenski kletturinn Það vakti mikla athygli þegar Liverpool greiddi metfé fyrir varnarmann í ársbyrjun til að sækja hollenska miðvörðinn Virgil Van Dijk. Klopp var lengi búinn að vera að eltast við Van Dijk en Southampton hótaði að kæra Liverpool fyrir að hafa ólöglega samband við leikmann og lauk þar með viðræðum. Hálfu ári síðar sóttist Liverpool eftir honum á ný og komst að samkomulagi um verðmiða sem ekki þekktist áður fyrir miðvörð, 75 milljónir punda. Sigurmark í nágrannaslagnum gegn Everton í fyrsta leik skyggði á ryðgaðar frammistöður næstu vikurnar en eftir að hann komst í sitt besta stand hefur hann fært varnarleik Liverpool upp á hærra plan. Hefur Liverpool eftir þennan leik haldið hreinu í alls sjö leikjum í röð en engu liði hefur tekist að skora á Anfield í ensku úrvalsdeildinni frá því í lok febrúar. Hefur Liverpool ekki haldið hreinu í sjö leikjum í röð á heimavelli síðan 2007 undir stjórn Rafa Benitez. „Það er ekki hægt að setja út á það að vera með níu stig eftir þrjá leiki né að hafa haldið hreinu í öllum þeirra. Við höfum bætt varnarleikinn verulega, bæði undir lok síðasta tímabils og í byrjun þessa tímabils," sagði Klopp eftir leikinn um helgina. Fyrir aftan hann hefur Alisson verið sannfærandi í fyrstu leikjum liðsins, eitthvað sem stuðningsmenn og leikmenn liðsins þurftu á að halda eftir glapræði Loris Karius í Kænugarði í vor. Hefur hann sýnt að hann er með frábæra spyrnutækni og hefur verið til staðar þegar Liverpool þurfti á honum að halda. Klopp mun eflaust ræða við hann um að vera duglegri að hreinsa í neyð eftir að hann slapp með skrekkinn tvívegis um helgina en sýndi að hann er afar leikinn með boltann. „Ég hef engan áhuga á að ræða verðmiðann á Alisson, við vorum vissir umað þetta væri rétti leikmaðurinn og hann sýndi á köflum hvað hann er góður fótboltamaður. Allt liðið er að öðlast meira sjálfstraust með hann í markinu á sama tíma og hann öðlast sjálfraust. Þetta er á réttri leið," sagði Klopp kampakátur um markvörð sinn. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Tengdar fréttir Salah með sigurmark Liverpool gegn Brighton Mohamed Salah skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Liverpool á Brighton á Anfield í kvöld. 25. ágúst 2018 18:15 Sérstakur innkastssérfræðingur ráðinn til Liverpool Liverpool ætlar sér að veita Manchester City samkeppni um Englandsmeistaratitilinn í vetur. Liðið hefur enn ekki fengið á sig mark og allt er í blóma í rauða hluta borgarinnar. 26. ágúst 2018 12:30 Sjáðu öll mörkin, rauðu spjöldin og dramatíkina í enska í gær Það voru fjórtán mörk skoruð í sex leikjum í ensku úrvalsdeildinni í gær. Mark skorað með hendinni, sjálfsmark og sigurmark Mohamed Salah. 26. ágúst 2018 10:30 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Tuttugu ár síðan KR braut ísinn þykka Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Breiðablik 4-3 | Fylkir lagði toppliðið í sjö marka leik Íslenski boltinn Komið að leiðarlokum hjá Páli Viðari og Magna Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Stjarnan 0-3 | Tíu KR-ingar áttu engin svör gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Látinn vegna áverka sem hann varð fyrir í hringnum á föstudaginn Sport Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Sjá meira
Það er annar bragur yfir liði Liverpool þessa dagana sem er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir. Liðið hefur ekki átt sína bestu daga í síðustu tveimur leikjum gegn Crystal Palace og Brighton en gert nóg til að landa sigrinum. Markatalan er frábær, sjö mörk skoruð og Alisson Becker, brasilíski markvörðurinn sem félagið sótti frá Roma í sumar á enn eftir að ná í boltann í eigið net. Lið sem ætla að berjast um titla þurfa að kunna að vinna leiki þótt spilamennskan sé ekki upp á marka fiska. Eina mark leiksins skoraði Mohamed Salah, hans annað mark í sumar og 29. markið hans í jafn mörgum leikjum á Anfield eftir vistaskiptin yfir til Bítlaborgarinnar síðasta sumar. Allir leikmenn sóknarþríeykisins, Salah, Roberto Firmino og Sadio Mane komu við sögu í markinu en þeir áttu annars nokkuð rólegan dag. Í ljósi þess þurfti varnarlína Liverpool að standa vakt sína vel og standast pressuna við að verja eins marks forskot. Margoft hefur Liverpool bognað undan slíkri pressu undanfarin ár en þeim tókst að halda út.Hollenski kletturinn Það vakti mikla athygli þegar Liverpool greiddi metfé fyrir varnarmann í ársbyrjun til að sækja hollenska miðvörðinn Virgil Van Dijk. Klopp var lengi búinn að vera að eltast við Van Dijk en Southampton hótaði að kæra Liverpool fyrir að hafa ólöglega samband við leikmann og lauk þar með viðræðum. Hálfu ári síðar sóttist Liverpool eftir honum á ný og komst að samkomulagi um verðmiða sem ekki þekktist áður fyrir miðvörð, 75 milljónir punda. Sigurmark í nágrannaslagnum gegn Everton í fyrsta leik skyggði á ryðgaðar frammistöður næstu vikurnar en eftir að hann komst í sitt besta stand hefur hann fært varnarleik Liverpool upp á hærra plan. Hefur Liverpool eftir þennan leik haldið hreinu í alls sjö leikjum í röð en engu liði hefur tekist að skora á Anfield í ensku úrvalsdeildinni frá því í lok febrúar. Hefur Liverpool ekki haldið hreinu í sjö leikjum í röð á heimavelli síðan 2007 undir stjórn Rafa Benitez. „Það er ekki hægt að setja út á það að vera með níu stig eftir þrjá leiki né að hafa haldið hreinu í öllum þeirra. Við höfum bætt varnarleikinn verulega, bæði undir lok síðasta tímabils og í byrjun þessa tímabils," sagði Klopp eftir leikinn um helgina. Fyrir aftan hann hefur Alisson verið sannfærandi í fyrstu leikjum liðsins, eitthvað sem stuðningsmenn og leikmenn liðsins þurftu á að halda eftir glapræði Loris Karius í Kænugarði í vor. Hefur hann sýnt að hann er með frábæra spyrnutækni og hefur verið til staðar þegar Liverpool þurfti á honum að halda. Klopp mun eflaust ræða við hann um að vera duglegri að hreinsa í neyð eftir að hann slapp með skrekkinn tvívegis um helgina en sýndi að hann er afar leikinn með boltann. „Ég hef engan áhuga á að ræða verðmiðann á Alisson, við vorum vissir umað þetta væri rétti leikmaðurinn og hann sýndi á köflum hvað hann er góður fótboltamaður. Allt liðið er að öðlast meira sjálfstraust með hann í markinu á sama tíma og hann öðlast sjálfraust. Þetta er á réttri leið," sagði Klopp kampakátur um markvörð sinn.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Tengdar fréttir Salah með sigurmark Liverpool gegn Brighton Mohamed Salah skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Liverpool á Brighton á Anfield í kvöld. 25. ágúst 2018 18:15 Sérstakur innkastssérfræðingur ráðinn til Liverpool Liverpool ætlar sér að veita Manchester City samkeppni um Englandsmeistaratitilinn í vetur. Liðið hefur enn ekki fengið á sig mark og allt er í blóma í rauða hluta borgarinnar. 26. ágúst 2018 12:30 Sjáðu öll mörkin, rauðu spjöldin og dramatíkina í enska í gær Það voru fjórtán mörk skoruð í sex leikjum í ensku úrvalsdeildinni í gær. Mark skorað með hendinni, sjálfsmark og sigurmark Mohamed Salah. 26. ágúst 2018 10:30 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Tuttugu ár síðan KR braut ísinn þykka Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Breiðablik 4-3 | Fylkir lagði toppliðið í sjö marka leik Íslenski boltinn Komið að leiðarlokum hjá Páli Viðari og Magna Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Stjarnan 0-3 | Tíu KR-ingar áttu engin svör gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Látinn vegna áverka sem hann varð fyrir í hringnum á föstudaginn Sport Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Sjá meira
Salah með sigurmark Liverpool gegn Brighton Mohamed Salah skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Liverpool á Brighton á Anfield í kvöld. 25. ágúst 2018 18:15
Sérstakur innkastssérfræðingur ráðinn til Liverpool Liverpool ætlar sér að veita Manchester City samkeppni um Englandsmeistaratitilinn í vetur. Liðið hefur enn ekki fengið á sig mark og allt er í blóma í rauða hluta borgarinnar. 26. ágúst 2018 12:30
Sjáðu öll mörkin, rauðu spjöldin og dramatíkina í enska í gær Það voru fjórtán mörk skoruð í sex leikjum í ensku úrvalsdeildinni í gær. Mark skorað með hendinni, sjálfsmark og sigurmark Mohamed Salah. 26. ágúst 2018 10:30
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Breiðablik 4-3 | Fylkir lagði toppliðið í sjö marka leik Íslenski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Stjarnan 0-3 | Tíu KR-ingar áttu engin svör gegn Stjörnunni Íslenski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Breiðablik 4-3 | Fylkir lagði toppliðið í sjö marka leik Íslenski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Stjarnan 0-3 | Tíu KR-ingar áttu engin svör gegn Stjörnunni Íslenski boltinn