Enski boltinn

Sjáðu öll mörkin, rauðu spjöldin og dramatíkina í enska í gær

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Það voru fjórtán mörk skoruð í sex leikjum í ensku úrvalsdeildinni í gær. Mark skorað með hendinni, sjálfsmark og sigurmark Mohamed Salah.

Mesta fjörið var í leik Bournemouth og Everton. Tvö rauð spjöld, fjögur mörk í seinni hálfleik og Gylfi Þór Sigurðsson hársbreidd frá því að stela sigrinum undir lokin.

Leikur nýliða Wolves og Englandsmeistara Manchester City var mun opnari en fyrirfram hefði mátt halda. Nýliðarnir komust yfir í seinni hálfleik með marki sem átti ekki að fá að standa því Willy Boly fékk boltann í hendina og þaðan í netið. Aymeric Laporte jafanði metin fyrir City og Sergio Aguero skaut tvisvar í markrammann.

Arsenal náði í fyrsta sigur sinn þegar West Ham mætti á Emirates. Sigurmarkið var skrautlegt sjálfsmark sem Alexandre Lacazette á þó heiðurinn af og Danny Welbeck kláraði leikinn fyrir Arsenal í uppbótartíma.

Harry Maguire tryggði Leicester sigur á Southampton með sigurmarki í uppbótartíma. Huddersfield og Cardiff gerðu markalaust jafntefli og Mohamed Salah skoraði eina mark Liverpool gegn Brighton á Anfield.

Öll mörkin og helstu atvik úr leikjunum má sjá í klippunum hér með fréttinni.

Bournemouth - Everton 2-2
Wolves - Manchester City 1-1
Liverpool - Brighton 1-0
Arsenal - West Ham 3-1
Southampton - Leicester 1-2
Huddersfield - Cardiff 0-0



Fleiri fréttir

Sjá meira


×