Enski boltinn

Gylfi tilnefndur sem leikmaður mánaðarins | Hjálpaðu honum að vinna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gylfi fagnar sigurmarki sínu gegn Southampton.
Gylfi fagnar sigurmarki sínu gegn Southampton. vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson er tilnefndur sem besti leikmaður janúarmánaðar í ensku úrvalsdeildinni.

Gylfi spilaði vel fyrir Swansea í janúar og skoraði m.a. sigurmörk á móti Liverpool og Southampton. Auk þess lagði hann upp tvö mörk í mánuðinum.

Swansea vann þrjá af fjórum leikjum sínum í janúar og er komið upp úr fallsæti. Knattspyrnustjóri Swansea, Paul Clement, er tilnefndur sem stjóri mánaðarins.

Auk Gylfa eru Tottenham-mennirnir Dele Alli og Harry Kane tilnefndir sem leikmaður mánaðarins sem og Alexis Sánchez hjá Arsenal og Seamus Coleman hjá Everton.

Gylfi hefur einu sinni áður verið valinn leikmaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni. Það var fyrir mars 2012. Hann er eini Íslendingurinn sem hefur fengið þessi verðlaun.

Þú getur hjálpað Gylfa að vera valinn leikmaður mánaðarins með því að smella hér og kjósa íslenska landsliðsmanninn. Atkvæði almennings gilda 10%. Kosningin stendur til miðnættis 6. febrúar.


Tengdar fréttir

Keown: Sigurðsson er frábær leikmaður

Arsenal-goðsögnin Martin Keown hrósaði Gylfa Þór Sigurðsson í Match of the Day þættinum á BBC og segir Swansea eiga möguleika á að halda sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×