Enski boltinn

Mourinho gæti fengið 5,5 milljarða fyrir þrjú ár á Old Trafford

Tómas Þór Þórðarson skrifar
José Mourinho er að semja við Manchester United.
José Mourinho er að semja við Manchester United. vísir/getty
Manchester United ætlar ekki að spara neitt á leið sinni aftur á toppinn í ensku úrvalsdeildinni en liðið hefur svo sem ekkert verið með veskið lokað undanfarin misseri.

Sky Sports greindi frá því í gær að José Mourinho væri búinn að semja við Manchester United en fastlega er reiknað með að hann taki við liðinu í þessari viku.

Sjá einnig:Samningaviðræður United og Mourinho halda áfram í dag

Ensk blöð hafa sagt frá því undanfarna daga að Mourinho fær 200 milljónir punda til að kaupa nýja leikmenn en spilarar á borð við John Stones, Nemanja Matic og Zlatan Ibrahimovic eru sagðir fyrstir á dagskrá hjá Portúgalanum.

Daily Mirror heldur því fram í dag að José Mourinho fái í heildina 30 milljónir punda fyrir þriggja ára samning hjá Manchester United en það eru 5,5 milljarðar króna.

Portúgalinn hefur þrívegis orðið Englandsmeistari sem stjóri Chelsea auk þess sem hann vann portúgölsku deildina með Porto, spænsku með Real Madrid og ítölsku með Inter. Þá gerði hann Porto og Inter að Evrópumeisturum.

Talandi um eyðslu Manchester United á komandi vikum og mánuðum þá heldur götublaðið The Sun því fram að Zlatan Ibrahimovic fái 400.000 pund á viku semji hann við United en hann yrði þá lang launahæstur í deildinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×