Van Gaal njósnaði um leikmenn United sem voru stundum nálægt uppreisn Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. maí 2016 08:15 Louis van Gaal er að öllum líkindum á útleið og leikmennirnir verða víst fegnir. vísir/getty Daniel Taylor, aðal fótboltafréttaritari enska blaðsins The Guardian, skrifar magnaðan pistil á heimasíðu Guardian þar sem hann opinberar hvernig tímabilið er búið að vera hjá Manchester United hvað varðar Louis van Gaal og samband hans við leikmenn liðsins. Hann rekur söguna alveg til fyrstu æfingaferðar liðsins undir stjórn Van Gaals. Áður en Taylor tók við sem yfirmaður fótboltaskrifa hjá Guardian var hann fréttaritari blaðsins í Manchester og er vel tengdur inn í bæði Manchester United og Manchester City. Svo virðist sem vandræðin hafi byrjað strax í fyrstu æfingaferð Van Gaal sumarið 2014 þegar liðið fór til Bandaríkjanna en innan herbúða Manchester United kenndu leikmennirnir æfingaferðinni um ömurlega byrjun liðsins í deildinni sem var sú versta í 25 ára. Þeim fannst æfingaferðin frekar líkjast fangabúðum þar sem æft var tvisvar sinnum á dag, margir fundir haldnir og kvöldmaturinn var ekki meira en ristuð brauðsneið. Leikmennirnir voru á fullu frá hálf níu um morguninn og fram til hálf ellefu um kvöldið.David De Gea er sagður enginn aðdáandi Van Gaals.Vísir/GettyHundskammaðir Hollendingurinn er allt annað en vinsæll hjá flestum leikmönnum liðsins, að því fram kemur í pistli Daniels Taylors, en hugmyndafræði hans og leikskipulag er svo óvinsælt hjá leikmönnunum að nokkrir þeirra hafa kvartað fyrir framan aðra leikmenn í búningsklefanum. Framkomu Van Gaal við leikmenn United er líkt við gamaldags skólastjóra í Bretlandi og aðferðir hans sagðar hafa nuddað leikmennina eins og sandpappír. Taylor segist hafa heimildir fyrir því að stundum hafi einfaldlega verið stutt í uppreisn hjá leikmönnunum gegn Van Gaal. Hollenski þjálfarinn er sagður duglegur við að gagnrýna menn og hreinlega hundskamma þá opinberlega fyrir framan aðra menn í klefanum. Það er eitthvað sem fór illa í leikmannahópinn og gekk það svo langt að Wayne Rooney og Michael Carrick fóru á fund með Van Gaal til að ræða þau mál. Van Gaal fær prik hjá Taylor fyrir að vera alltaf sagður til í að hlusta á leikmennina og hvetja þá til að tala af hreinskilni ef eitthvað er að hjá þeim.Er Mourinho á leiðinni?vísir/gettyNjósnir En eftir þennan fund fór Van Gaal að senda leikmönnunum tölvupósta, ekki á allan hópinn heldur á hvern og einn. Í póstunum fór hann yfir mistök og misgjörðir hvers og eins leikmanns og sýndi þeim myndbönd af því sem hann var óánægður með. Þetta virkaði ekki því á þessum tíma voru leikmennirnir orðnir svo svekktir út í Van Gaal að þeir opnuðu ekki einu sinni póstana. Van Gaal grunaði að þannig væri í pottinn búið þannig hann hengdi sporrekjanda við póstana þannig hann vissi hvort leikmennirnir væru að opna póstinn frá honum og hversu lengi hann var opinn. „Þetta varð leikur kattarins að músinni,“ skrifar Taylor en leikmennirnir svöruðu þessu bragði Van Gaal með því að opna póstinn í símanum og skilja hann eftir opinn í 20 mínútur á meðan þeir fóru að gera eitthvað annað. Þrátt fyrir að skila bikarmeistaratitli í hús er fastlega búist við því að Louis van Gaal verði rekinn sem knattspyrnustjóri Manchester United og líklega strax í dag. José Mourinho verður svo ráðinn seinna í vikunni. Allan pistil Taylors má lesa hér. Enski boltinn Tengdar fréttir BBC: Van Gaal verður rekinn á mánudaginn | Mourinho tekur við daginn eftir BBC greinir frá því í kvöld á heimasíðu sinni að Louis Van Gaal verði sagt upp störfum hjá Manchester United á mánudaginn og að Jose Mourinho taki við liðinu daginn eftir. 21. maí 2016 20:08 Mourinho fékk 728 milljónir fyrir að taka ekki annað starf á meðan United gerði upp hug sinn Portúgalinn verður að öllum líkindum kynntur sem nýr stjóri Manchester United í vikunni. 23. maí 2016 07:45 Van Gaal: Þetta er búið Louis van Gaal, knattspyrnustjóri nýkrýndra bikarmeistara Manchester United, virðist vera meðvitaður um að dagar hans hjá félaginu séu taldir. 22. maí 2016 12:02 Lingard tryggði Manchester United 12. bikarmeistaratitilinn | Sjáðu mörkin Tíu leikmenn Manchester United náðu að knýja fram sigur í framlengingu í úrslitum FA-bikarsins gegn Crystal Palace en Jesse Lingard skoraði sigurmarkið eftir að hafa komið inn sem varamaður. 21. maí 2016 00:01 Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 74-70| Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Leik lokið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Fleiri fréttir Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Sjá meira
Daniel Taylor, aðal fótboltafréttaritari enska blaðsins The Guardian, skrifar magnaðan pistil á heimasíðu Guardian þar sem hann opinberar hvernig tímabilið er búið að vera hjá Manchester United hvað varðar Louis van Gaal og samband hans við leikmenn liðsins. Hann rekur söguna alveg til fyrstu æfingaferðar liðsins undir stjórn Van Gaals. Áður en Taylor tók við sem yfirmaður fótboltaskrifa hjá Guardian var hann fréttaritari blaðsins í Manchester og er vel tengdur inn í bæði Manchester United og Manchester City. Svo virðist sem vandræðin hafi byrjað strax í fyrstu æfingaferð Van Gaal sumarið 2014 þegar liðið fór til Bandaríkjanna en innan herbúða Manchester United kenndu leikmennirnir æfingaferðinni um ömurlega byrjun liðsins í deildinni sem var sú versta í 25 ára. Þeim fannst æfingaferðin frekar líkjast fangabúðum þar sem æft var tvisvar sinnum á dag, margir fundir haldnir og kvöldmaturinn var ekki meira en ristuð brauðsneið. Leikmennirnir voru á fullu frá hálf níu um morguninn og fram til hálf ellefu um kvöldið.David De Gea er sagður enginn aðdáandi Van Gaals.Vísir/GettyHundskammaðir Hollendingurinn er allt annað en vinsæll hjá flestum leikmönnum liðsins, að því fram kemur í pistli Daniels Taylors, en hugmyndafræði hans og leikskipulag er svo óvinsælt hjá leikmönnunum að nokkrir þeirra hafa kvartað fyrir framan aðra leikmenn í búningsklefanum. Framkomu Van Gaal við leikmenn United er líkt við gamaldags skólastjóra í Bretlandi og aðferðir hans sagðar hafa nuddað leikmennina eins og sandpappír. Taylor segist hafa heimildir fyrir því að stundum hafi einfaldlega verið stutt í uppreisn hjá leikmönnunum gegn Van Gaal. Hollenski þjálfarinn er sagður duglegur við að gagnrýna menn og hreinlega hundskamma þá opinberlega fyrir framan aðra menn í klefanum. Það er eitthvað sem fór illa í leikmannahópinn og gekk það svo langt að Wayne Rooney og Michael Carrick fóru á fund með Van Gaal til að ræða þau mál. Van Gaal fær prik hjá Taylor fyrir að vera alltaf sagður til í að hlusta á leikmennina og hvetja þá til að tala af hreinskilni ef eitthvað er að hjá þeim.Er Mourinho á leiðinni?vísir/gettyNjósnir En eftir þennan fund fór Van Gaal að senda leikmönnunum tölvupósta, ekki á allan hópinn heldur á hvern og einn. Í póstunum fór hann yfir mistök og misgjörðir hvers og eins leikmanns og sýndi þeim myndbönd af því sem hann var óánægður með. Þetta virkaði ekki því á þessum tíma voru leikmennirnir orðnir svo svekktir út í Van Gaal að þeir opnuðu ekki einu sinni póstana. Van Gaal grunaði að þannig væri í pottinn búið þannig hann hengdi sporrekjanda við póstana þannig hann vissi hvort leikmennirnir væru að opna póstinn frá honum og hversu lengi hann var opinn. „Þetta varð leikur kattarins að músinni,“ skrifar Taylor en leikmennirnir svöruðu þessu bragði Van Gaal með því að opna póstinn í símanum og skilja hann eftir opinn í 20 mínútur á meðan þeir fóru að gera eitthvað annað. Þrátt fyrir að skila bikarmeistaratitli í hús er fastlega búist við því að Louis van Gaal verði rekinn sem knattspyrnustjóri Manchester United og líklega strax í dag. José Mourinho verður svo ráðinn seinna í vikunni. Allan pistil Taylors má lesa hér.
Enski boltinn Tengdar fréttir BBC: Van Gaal verður rekinn á mánudaginn | Mourinho tekur við daginn eftir BBC greinir frá því í kvöld á heimasíðu sinni að Louis Van Gaal verði sagt upp störfum hjá Manchester United á mánudaginn og að Jose Mourinho taki við liðinu daginn eftir. 21. maí 2016 20:08 Mourinho fékk 728 milljónir fyrir að taka ekki annað starf á meðan United gerði upp hug sinn Portúgalinn verður að öllum líkindum kynntur sem nýr stjóri Manchester United í vikunni. 23. maí 2016 07:45 Van Gaal: Þetta er búið Louis van Gaal, knattspyrnustjóri nýkrýndra bikarmeistara Manchester United, virðist vera meðvitaður um að dagar hans hjá félaginu séu taldir. 22. maí 2016 12:02 Lingard tryggði Manchester United 12. bikarmeistaratitilinn | Sjáðu mörkin Tíu leikmenn Manchester United náðu að knýja fram sigur í framlengingu í úrslitum FA-bikarsins gegn Crystal Palace en Jesse Lingard skoraði sigurmarkið eftir að hafa komið inn sem varamaður. 21. maí 2016 00:01 Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 74-70| Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Leik lokið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Fleiri fréttir Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Sjá meira
BBC: Van Gaal verður rekinn á mánudaginn | Mourinho tekur við daginn eftir BBC greinir frá því í kvöld á heimasíðu sinni að Louis Van Gaal verði sagt upp störfum hjá Manchester United á mánudaginn og að Jose Mourinho taki við liðinu daginn eftir. 21. maí 2016 20:08
Mourinho fékk 728 milljónir fyrir að taka ekki annað starf á meðan United gerði upp hug sinn Portúgalinn verður að öllum líkindum kynntur sem nýr stjóri Manchester United í vikunni. 23. maí 2016 07:45
Van Gaal: Þetta er búið Louis van Gaal, knattspyrnustjóri nýkrýndra bikarmeistara Manchester United, virðist vera meðvitaður um að dagar hans hjá félaginu séu taldir. 22. maí 2016 12:02
Lingard tryggði Manchester United 12. bikarmeistaratitilinn | Sjáðu mörkin Tíu leikmenn Manchester United náðu að knýja fram sigur í framlengingu í úrslitum FA-bikarsins gegn Crystal Palace en Jesse Lingard skoraði sigurmarkið eftir að hafa komið inn sem varamaður. 21. maí 2016 00:01
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn