Þarf Manchester United að borga Chelsea fyrir að nota nafn Mourinho? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2016 17:51 Jose Mourinho. Vísir/Getty Jose Mourinho verður nær örugglega tilkynntur sem nýr knattspyrnustjóri Manchester United í þessari viku. Það er allt klárt nema spurningin um réttinn um að nota nafn og ímynd portúgalska stjórans. Jose Mourinho er tilbúinn að taka við starfinu af Hollendingum Louis van Gaal og hann er sáttur við kaup og kjör í nýjum samningi en það er ekki hægt að ganga frá samningnum þar sem Chelsea á enn réttinn á því að nota nafn Jose Mourinho og eiginhandaráritun hans. BBC segir frá þessari furðulegu stöðu í kvöld. Samningarviðræður Jose Mourinho, umboðsmanns hans Jorge Mendes og forráðamanna Manchester United gengu mjög vel en samningurinn verður aldrei undirritaður fyrr en að United sé kominn með réttinn á að nota nafn og ímynd verðandi knattspyrnustjóra síns. Chelsea sótti um einkarétt á nafni Jose Mourinho og eiginhandaráritun hans til Evrópusambandsins árið 2005 en þeir geta notað það til að selja allskonar vörur með mynd og nafni Portúgalans. Samningarviðræðurnar hafa nú tekið þrjá daga og það er ljóst á öllu að þetta er flókið mál. Jose Mourinho er í það minnsta orðinn leiður á að bíða og sagði blaðamönnum fyrir utan heimili hans í dag að hann væri á leiðinni heim Manchester United þarf því væntanlega að kaupa ímyndarréttinn af Chelsea og það gæti kostað sitt. Annars myndi félagið alltaf þurfa að borga Chelsea fyrir notkunin á nafni knattspyrnustjóra síns eigins félags. Lögfræðingurinn Carol Couse sagði BBC frá því að það væri mjög óvenjulegt að einstaklingurinn sjálfur eigi ekki rétt á sínu eigin nafni. Enski boltinn Tengdar fréttir Mourinho vill styrkja hryggjarsúluna með Stones, Matic og Zlatan Ensku blöðin segja frá innkaupalista Portúgalans sem tekur við Manchester United í vikunni. 24. maí 2016 09:30 Mourinho gæti fengið 5,5 milljarða fyrir þrjú ár á Old Trafford Portúgalinn tekur við Manchester United í þessari viku og fær vel borgað fyrir sín störf. 25. maí 2016 10:30 Samningaviðræður United og Mourinho halda áfram í dag Ofurumboðsmaðurinn Jorge Mendes fundar annan daginn í röð með forráðamönnum Manchester United. 25. maí 2016 07:45 Mourinho búinn að semja við Manchester United Sky Sports hefur fengið það staðfest að Jose Mourinho sé búinn að ganga frá samningi um að verða næsti knattspyrnustjóri Manchester United. 24. maí 2016 22:17 Mourinho vill hafa Giggs áfram hjá United en ekki sem aðstoðarmann sinn Rui Faria verður aðstoðarknattspyrnustjóri Manchester United en hann og Mourinho eru óaðskiljanlegir. 24. maí 2016 07:45 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Fleiri fréttir „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Sjá meira
Jose Mourinho verður nær örugglega tilkynntur sem nýr knattspyrnustjóri Manchester United í þessari viku. Það er allt klárt nema spurningin um réttinn um að nota nafn og ímynd portúgalska stjórans. Jose Mourinho er tilbúinn að taka við starfinu af Hollendingum Louis van Gaal og hann er sáttur við kaup og kjör í nýjum samningi en það er ekki hægt að ganga frá samningnum þar sem Chelsea á enn réttinn á því að nota nafn Jose Mourinho og eiginhandaráritun hans. BBC segir frá þessari furðulegu stöðu í kvöld. Samningarviðræður Jose Mourinho, umboðsmanns hans Jorge Mendes og forráðamanna Manchester United gengu mjög vel en samningurinn verður aldrei undirritaður fyrr en að United sé kominn með réttinn á að nota nafn og ímynd verðandi knattspyrnustjóra síns. Chelsea sótti um einkarétt á nafni Jose Mourinho og eiginhandaráritun hans til Evrópusambandsins árið 2005 en þeir geta notað það til að selja allskonar vörur með mynd og nafni Portúgalans. Samningarviðræðurnar hafa nú tekið þrjá daga og það er ljóst á öllu að þetta er flókið mál. Jose Mourinho er í það minnsta orðinn leiður á að bíða og sagði blaðamönnum fyrir utan heimili hans í dag að hann væri á leiðinni heim Manchester United þarf því væntanlega að kaupa ímyndarréttinn af Chelsea og það gæti kostað sitt. Annars myndi félagið alltaf þurfa að borga Chelsea fyrir notkunin á nafni knattspyrnustjóra síns eigins félags. Lögfræðingurinn Carol Couse sagði BBC frá því að það væri mjög óvenjulegt að einstaklingurinn sjálfur eigi ekki rétt á sínu eigin nafni.
Enski boltinn Tengdar fréttir Mourinho vill styrkja hryggjarsúluna með Stones, Matic og Zlatan Ensku blöðin segja frá innkaupalista Portúgalans sem tekur við Manchester United í vikunni. 24. maí 2016 09:30 Mourinho gæti fengið 5,5 milljarða fyrir þrjú ár á Old Trafford Portúgalinn tekur við Manchester United í þessari viku og fær vel borgað fyrir sín störf. 25. maí 2016 10:30 Samningaviðræður United og Mourinho halda áfram í dag Ofurumboðsmaðurinn Jorge Mendes fundar annan daginn í röð með forráðamönnum Manchester United. 25. maí 2016 07:45 Mourinho búinn að semja við Manchester United Sky Sports hefur fengið það staðfest að Jose Mourinho sé búinn að ganga frá samningi um að verða næsti knattspyrnustjóri Manchester United. 24. maí 2016 22:17 Mourinho vill hafa Giggs áfram hjá United en ekki sem aðstoðarmann sinn Rui Faria verður aðstoðarknattspyrnustjóri Manchester United en hann og Mourinho eru óaðskiljanlegir. 24. maí 2016 07:45 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Fleiri fréttir „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Sjá meira
Mourinho vill styrkja hryggjarsúluna með Stones, Matic og Zlatan Ensku blöðin segja frá innkaupalista Portúgalans sem tekur við Manchester United í vikunni. 24. maí 2016 09:30
Mourinho gæti fengið 5,5 milljarða fyrir þrjú ár á Old Trafford Portúgalinn tekur við Manchester United í þessari viku og fær vel borgað fyrir sín störf. 25. maí 2016 10:30
Samningaviðræður United og Mourinho halda áfram í dag Ofurumboðsmaðurinn Jorge Mendes fundar annan daginn í röð með forráðamönnum Manchester United. 25. maí 2016 07:45
Mourinho búinn að semja við Manchester United Sky Sports hefur fengið það staðfest að Jose Mourinho sé búinn að ganga frá samningi um að verða næsti knattspyrnustjóri Manchester United. 24. maí 2016 22:17
Mourinho vill hafa Giggs áfram hjá United en ekki sem aðstoðarmann sinn Rui Faria verður aðstoðarknattspyrnustjóri Manchester United en hann og Mourinho eru óaðskiljanlegir. 24. maí 2016 07:45